Gratínerað eggaldin fyrir tvo

½ eggaldin
4 stk stórir tómatar
100 gr fetaostur (hreinn)
1 tsk olívuolía
½ laukur (má sleppa)
1 tsk salt
½ tsk ítalskt grænmetiskrydd

Stillið ofninn á 200 C. Skerið (laukinn) og tómatana í tvennt og eggaldinið í tvennt langsum. Skerið þetta í ca. ½ cm þykkar sneiðar (laukinn þynnra). Raðið skífunum til skiptis í eldfast mót. Skerið fetaostinn í teninga og stingið inn á milli. Dreifið olíunni og kryddinu yfir. Gott sem meðlætisréttur.
Einn skammtur er um það bil 190 kcal(800kJ), 10 gr. fita og 7 gr. trefjar. Uppskriftabók: Näring & njutning – útgefin af sænsku RMT samtökunum 2001.