• Sáraristilbólga - Colitis Ulcerosa

  • Langvinnur bólgusjúkdómur í þörmum
  • Kemur fram í ristli og / eða endaþarmi
  • Einkenni eru m.a. blóðugur niðurgangur og verkir
  • Orsakir eru óþekktar og oftast er meðhöndlað með lyfjum
 • Svæðisgarnabólga - Crohn's sjúkdómur

  • Langvinnur bólgusjúkdómur í þörmum
  • Algengastur í neðsta hluta smáþarma
  • Greinist yfirleitt í ungum einstaklingum
  • Orsakir eru óþekktar og oftast er meðhöndlað með lyfjum
 • Helstu markmið CCU samtakanna

  • Stuðningur við nýgreinda einstaklinga
  • Stuðla að aukinni almennri þekkingu um sjúkdómana
  • Stuðla að útgáfu og þýðingu á fræðsluefni
  • Að starf samtakanna nái um land allt
 • CCU samtökin voru stofnuð í október árið 1995

  Samtökin eru hagsmunasamtök fólks með Svæðisgarnabólgu - Crohn's
  sjúkdóm og Sáraristilbólgu - Colitis Ulcerosa
 • Sáraristilbólga - Colitis Ulcerosa

  • Langvinnur bólgusjúkdómur í þörmum
  • Kemur fram í ristli og / eða endaþarmi
  • Einkenni eru m.a. blóðugur niðurgangur og verkir
  • Orsakir eru óþekktar og oftast er meðhöndlað með lyfjum
 • Svæðisgarnabólga - Crohn's sjúkdómur

  • Langvinnur bólgusjúkdómur í þörmum
  • Algengastur í neðsta hluta smáþarma
  • Greinist yfirleitt í ungum einstaklingum
  • Orsakir eru óþekktar og oftast er meðhöndlað með lyfjum
 • Helstu markmið CCU samtakanna

  • Stuðningur við nýgreinda einstaklinga
  • Stuðla að aukinni almennri þekkingu um sjúkdómana
  • Stuðla að útgáfu og þýðingu á fræðsluefni
  • Að starf samtakanna nái um land allt
 • CCU samtökin voru stofnuð í október árið 1995

  Samtökin eru hagsmunasamtök fólks með Svæðisgarnabólgu - Crohn's
  sjúkdóm og Sáraristilbólgu - Colitis Ulcerosa

Næsti fræðslufundur CCU

Haust 2023

Viltu gerast félagi?

Smelltu hér

Nýjasta fréttabréfið

Apríl 2023

Líkaðu við okkur

Erfðir og IBD

Þessa dagana er í gangi vitundarvakning hjá CCU samtökunum. Frá 1. til 19. maí birtast færslur með myndum og texta og Webmo sér um uppsetninguna eins og fyrri ár. Núna er viðfangsefnið IBD og geðheilsa, sem er mjög mikilvægt að huga að þegar einstaklingar eru að glíma við langvarandi veikindi. CCU samtökin eru aðildarfélag að EFCCA og taka mörg félög um alla Evrópu þátt í að vekja athygli og fræða almenning um sjúkdómana og áhrif þeirra á daglegt líf.

19. maí er alþjóðlegur IBD dagur og í tilefni hans munum við bjóða upp á fyrirlestur á zoom.

Sigurgeir Ólafsson hefur rannsakað erfðir bólgu og sjálfsofnæmissjúkdóma síðan 2014, fyrst við Íslenska Erfðagreiningu en síðar sem doktorsnemi við Cambridge háskóla í Bretlandi. Hann starfar nú við rannsóknarhóp sem hefur undanfarinn áratug verið leiðandi á heimsvísu við erfðarannsóknir á IBD. Sigurgeir ætlar að segja okkur almennt (á sem skiljanlegustu máli) hvernig svona erfðafræðirannsóknir virka, hvað þær kenna okkur og hvernig þær nýtast beint við þróun nýrra lyfja og meðferða gegn sjúkdómnum. Fyrirlesturinn verður léttur og skemmtilegur og gerir ekki ráð fyrir neinni kunnáttu í líffræði eða tölfræði. Félagmenn frá sendan link og aðgang á fundinn í email þann 19. maí, sama dag og fyrirlesturinn fer fram.

Hvetjum alla til að hlusta á fróðlegan fyrirlestur í tilefni dagsins :-)

Aðalfundur og fræðslufundur 18. febrúar 2021

Aðalfundur CCU verður haldinn fimmtudagskvöldið 18. febrúar og að honum loknum mun hjúkrunarfræðingurinn Margrét Marín Arnardóttir kynna meistararitgerð sína sem fjallaði um lifsgæði einstaklinga með bólgusjúkdóma í meltingarvegi. Hún skoðar mest andlega líðan einstaklinga með Crohn’s sjúkdóm og Ulcerative Colitis og veltir fyrir sér hvort samræður (e. Partnership as practice) við hjúkunarfræðinga geti bætt líðan að einhverju marki. Þar sem áhugi hennar liggur að andlegri líðan gerði hún verkferla fyrir einstaklinga með bólgusjúkdóma í meltingarvegi sem koma í speglun. Í verkferlinum er unnið með ESAS matstækið sem mælir m.a. andlega líðan. Með þessu matstæki vonast hún til að ná til þeirra einstaklinga sem eru í þörf fyrir sálræna aðstoð.

Margrét lauk BS námi í hjúkrunarfræði frá HÍ árið 2002, MS námi í klínískri hjúkrun við HÍ áríð 2016 og hefur unnið á speglunardeild LSH síðan árið 2008. Margrét er formaður Innsýnar, fagdeildar hjúkrunarfræðinga starfandi við lungna- og meltingarfærarannsóknir. Hún er einnig tengiliður Íslands við ESGENA (The European Society of Gastroenterology and Endoscopy Nurses and Associates) og fer á ráðstefnur á þeirra vegum þar sem hún kennir og leiðbeinir hjúkrunarfræðingum notkun áhalda við ýmsar gerðir speglana.

Fundurinn verður sem fyrr í sal Vistor, Hörgatúni 2 Garðabæ og hefst kl. 20:00 og við gerum ráð fyrir að Margrét byrji um níu leytið. Vegna fjöldatakmarkana á staðnum biðjum við þá sem vilja mæta í Vistor að senda email á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. og skrá þátttöku. Fundirnir verða einnig sendir út "live" í lokaða umræðuhópnum á fésbókinni.

More Articles ...