
Sáraristilbólga - Colitis Ulcerosa
- Langvinnur bólgusjúkdómur í þörmum
- Kemur fram í ristli og / eða endaþarmi
- Einkenni eru m.a. blóðugur niðurgangur og verkir
- Orsakir eru óþekktar og oftast er meðhöndlað með lyfjum
28. apríl 2022
Stómasamtök Íslands verða 30 ára þann 16. október 2010. Af því tilefni bjóða samtökin upp á léttar veitingar á afmælisdaginn milli kl. 15 og 18 í húsi Krabbameinsfélags Íslands í Skógarhlíð 8 í Reykjavík.
Allir velkomnir.
Halla Heimisdóttir hélt velheppnaðan fræðslufund síðastliðinn fimmtudag og hægt er að sjá fyrirlestur hennar á pdf formi undir Fræðsluefni. Stefnt verður að halda annan fræðslufund í nóvember, tímasetning kemur síðar.
Vigtin er ekki mælikvarði á heilbrigði
Halla Heimisdóttir íþrótta og lýðheilsufræðingur mun fræða okkur um lýðheilsu íslendinga fimmtudaginn 23. september í sal Vistor, Hörgatúni 2, 210 Garðabæ, klukkan 20:00. Boðið verður upp á kaffi og spjall á eftir fyrir þá sem vilja.
Stjórnin hefur hafið störf að nýju eftir sumarfrí.
Ákveðið hefur verið að í vetur verða haldnir fjórir fræðslufundir.
Áætlað er að halda þá í september, nóvember, febrúar og apríl/maí.
Við munum setja upplýsingar um fræðslufundina hér á heimasíðuna.
Heimasíðan hjá CCU hefur fengið góða upplyftingu og nú í dag var að bætast við bókalisti undir Fræðsluefni. Þar ætlum við að benda á bækur sem gætu verið áhugaverðar fyrir félagsmenn. Ef ykkur finnst að eitthvað mætti betur fara á heimasíðunni okkar eða mætti bæta við, endilega hafið þá samband við okkur. Allar ábendingar eru vel þegnar.
Við viljum einnig benda á að nú í september verða sendir út greiðsluseðlar vegna félagsgjalda.
Ný stjórn var kosinn á aðalfundi sem var haldin 18. maí síðastliðinn.
Formaður: Katrín Jónsdóttir
Varaformaður: Ingibjörg Konráðsdóttir
Ritari/formaður ungliðahreyfingar: Anna Lind Traustadóttir
Gjaldkeri: Edda Svavarsdóttir
Meðstjórnandi/vefstjórn: Berglind G. Beinteinsdóttir
Varamaður: Hrefna B. Jóhannsdóttir
Benedikta Jónsdóttir heilsuráðgjafi, hélt mjög áhugaverðan fyrirlestur um heilsufæði og heilbrigt líferni. Við vonumst til að geta birt nokkra punkta frá henni sem fyrst.