• Sáraristilbólga - Colitis Ulcerosa

  • Langvinnur bólgusjúkdómur í þörmum
  • Kemur fram í ristli og / eða endaþarmi
  • Einkenni eru m.a. blóðugur niðurgangur og verkir
  • Orsakir eru óþekktar og oftast er meðhöndlað með lyfjum
 • Svæðisgarnabólga - Crohn's sjúkdómur

  • Langvinnur bólgusjúkdómur í þörmum
  • Algengastur í neðsta hluta smáþarma
  • Greinist yfirleitt í ungum einstaklingum
  • Orsakir eru óþekktar og oftast er meðhöndlað með lyfjum
 • Helstu markmið CCU samtakanna

  • Stuðningur við nýgreinda einstaklinga
  • Stuðla að aukinni almennri þekkingu um sjúkdómana
  • Stuðla að útgáfu og þýðingu á fræðsluefni
  • Að starf samtakanna nái um land allt
 • CCU samtökin voru stofnuð í október árið 1995

  Samtökin eru hagsmunasamtök fólks með Svæðisgarnabólgu - Crohn's
  sjúkdóm og Sáraristilbólgu - Colitis Ulcerosa
 • Sáraristilbólga - Colitis Ulcerosa

  • Langvinnur bólgusjúkdómur í þörmum
  • Kemur fram í ristli og / eða endaþarmi
  • Einkenni eru m.a. blóðugur niðurgangur og verkir
  • Orsakir eru óþekktar og oftast er meðhöndlað með lyfjum
 • Svæðisgarnabólga - Crohn's sjúkdómur

  • Langvinnur bólgusjúkdómur í þörmum
  • Algengastur í neðsta hluta smáþarma
  • Greinist yfirleitt í ungum einstaklingum
  • Orsakir eru óþekktar og oftast er meðhöndlað með lyfjum
 • Helstu markmið CCU samtakanna

  • Stuðningur við nýgreinda einstaklinga
  • Stuðla að aukinni almennri þekkingu um sjúkdómana
  • Stuðla að útgáfu og þýðingu á fræðsluefni
  • Að starf samtakanna nái um land allt
 • CCU samtökin voru stofnuð í október árið 1995

  Samtökin eru hagsmunasamtök fólks með Svæðisgarnabólgu - Crohn's
  sjúkdóm og Sáraristilbólgu - Colitis Ulcerosa

Næsti fundur CCU

Verður 25. febrúar 2020

Viltu gerast félagi?

Smelltu hér

Nýjasta fréttabréfið

Febrúar 2020

Líkaðu við okkur

Samtök um krabbameinsrannsóknir á Íslandi bjóða til málþings

ER HÆGT AÐ KOMA Í VEG FYRIR RISTILKRABBAMEIN ? 31. OKTÓBER KL. 16.05 Í HRINGSAL LANDSPÍTALANS VIÐ HRINGBRAUT

DAGSKRÁ

16.05 Skimun sem forvörn:
Ásgeir Theódórsson, Sérfræðingur í meltingarsjúkdómum
16.30 Aðrar forvarnir:
Sigurjón Vilbergsson, Sérfræðingur í lyflæknisfræði og meltingarsjúkdómum
16.55 Afhending ferðastyrkja
17.15 Kaffi og kleinur

Umsókn í ÖBÍ

Umsókn CCU samþykkt

Umsókn CCU í ÖBí var tekin fyrir á fundi í gær (20.okt) og var samþykkt. CCU samtökin eru að bætast í hóp 33 félaga sem fyrir eru og stjórnin er sannfærð um að þetta sé gott skref fyrir félagið til að vaxa og dafna.

Málþing í Brussel um IBD

Í dag, þann 18.október 2012 munu fulltrúar frá Crohns og Colitis sjúklingasamtökum víðsvegar í heiminum hittast í Brussel. Tilefnið er fyrsta alþjóðlega málþingið um rannsóknir á IBD sem er kostað og skipulagt af sjúklingasamtökum. Í dag er talið að um fimm milljónir manna í öllum heiminum séu með þessa sjúkdóma. Í flestum tilvikum er hægt að halda þeim í skefjum með lyfjagjöf og þrátt fyrir miklar rannsóknir er enn ekki vitað af hverju fólk veikist og enn er engin lækning er til. Málþinginu ætlar að safna upplýsingum frá sjúklingasamtökum og löndum sem styrkja beint eða hvetja til rannsókna til að finna lækningu og betri lausnir í meðferðum. Þingið vill stofna grundvöll fyrir ríkin til að vinna saman; Ástralía, Kanada, Bandaríkin, Brasilía, Ísrael, Nýja Sjáland og auðvitað öll Evrópu- og Norðurlöndin, deila upplýsingum og þekkingu.

Marco Greco formaður Efcca segir: „Rannsóknir eru aðalatriðið í því að fá betri framtíð fyrir fólk með IBD. Gegnum þær fáum við upplýsingarnar til að finna ástæðurnar fyrir sjúkdómunum og vonandi lækningu. Rannsóknir eru okkar von. Ég vona að málþingið verði fyrsta skrefið til sterkari alheimsbaráttu gegn IBD“

Niðurstöður málþingsins verða birtar í „Hvítu bókinni um IBD rannsóknir“. Hún er kostuð af sjúklingasamtökum og með þeim tilgangi að verða handbók og gagnagrunnur.

Umsókn CCU samtakana að ÖBÍ

Í síðasta fréttabréfi frá því í september greindum við frá mögulegri umsókn CCU samtakanna um inngöngu í Öryrkjabandlags Íslands. Á fundi þann 13.sept síðastliðinn kynntum við umsóknina fyrir fundargestum og fengum samþykki fyrir að taka hana til athugunar. Við teljum að aðild að ÖBÍ geti hjálpað okkar félagsmönnum sem eiga í verulegum veikindum og einnig að CCU samtökin geti veitt þeim betri stuðning sem hluti af stærri heild. Umsókn var því skilað inn og þann 1.október síðastliðinn var hún tekin fyrir á framkvæmdastjórnarfundi ÖBÍ. Samþykkt var að leggja hana fyrir á aðalfundi sem fer fram 20.október næstkomandi. Við munum láta félagsmenn vita um niðurstöður fundarins strax og þær berast okkur.

More Articles ...