Join the Fight against IBD!

Þann 15.febrúar síðastliðinn var haldin ráðstefna í Barcelona á Spáni sem bar nafnið “Join the fight against IBD” Tilefnið var að vekja almenna athygli og sameina raddir þeirra fjöldamörgu einstaklinga í heiminum sem eru með IBD eða bólgusjúkdóma í meltingarfærum. Einnig var tilgangurinn að leggja enn meiri áherslu á nauðsyn þess að finna lækningu, því í Evrópu einni er talið að meir en 2,2 milljónir manna séu með sjúkdómana. Efcca, sem eru regnhlífasamtök með félaga frá 26 löndum í Evrópu, þar á meðal Íslandi og ECCO, samtök meltingarsérfræðinga í Evrópu stóðu að ráðstefnunni. Fjórum aðilum frá öllum þessum löndum og nokkrum utan evrópu, m.a. Bandaríkjunum og Kína, var boðið að taka þátt og fóru tveir aðilar frá Íslandi, einn frá CCU-samtökunum og blaðamaður frá Morgunblaðinu. Sunnudaginn 26.febrúar birtist síðan umfjöllun og viðtöl á mbl.is sem afrakstur þessarar ferðar og hér er tengill á greinina.

Sjúkdómurinn ekkert feimnismál