Fræðslufundur CCU 19.nóvember næstkomandi

Næsti fundur hjá okkur er þriðjudaginn 19.nóvember í salnum hjá Vistor. Fundurinn byrjar kl: 20:00 og húsið opnar 19:45

Fyrirlesari er Anna Sigríður Pálsdóttir Dómkirkjuprestur. Hún ætlar að meðal annars að fjalla um meðvirkni og hvaða áhrif langvinnur sjúkdómur getur haft á fjölskylduna, nýjar hugsanir, ný viðhorf og hvernig við getum sjálf tekist á við lífið í nýjum aðstæðum.
Kaffi verður á könnunni og eitthvað gómsætt með