CCU - Crohn’s og Colitis Ulcerosa samtökin
  • Sáraristilbólga - Colitis Ulcerosa

    • Langvinnur bólgusjúkdómur í þörmum
    • Kemur fram í ristli og / eða endaþarmi
    • Einkenni eru m.a. blóðugur niðurgangur og verkir
    • Orsakir eru óþekktar og oftast er meðhöndlað með lyfjum
  • Svæðisgarnabólga - Crohn's sjúkdómur

    • Langvinnur bólgusjúkdómur í þörmum
    • Algengastur í neðsta hluta smáþarma
    • Greinist yfirleitt í ungum einstaklingum
    • Orsakir eru óþekktar og oftast er meðhöndlað með lyfjum
  • Helstu markmið CCU samtakanna

    • Stuðningur við nýgreinda einstaklinga
    • Stuðla að aukinni almennri þekkingu um sjúkdómana
    • Stuðla að útgáfu og þýðingu á fræðsluefni
    • Að starf samtakanna nái um land allt
  • CCU samtökin voru stofnuð í október árið 1995

    Samtökin eru hagsmunasamtök fólks með Svæðisgarnabólgu - Crohn's
    sjúkdóm og Sáraristilbólgu - Colitis Ulcerosa

Næsti fræðslufundur CCU

11. apríl 2024

Nýjasta fréttabréfið

Líkaðu við okkur

Er ekki kominn tími til að félagið eignist merki ?

Í tilefni af nýrri heimasíðu hafa CCU samtökin ákveðið að standa fyrir samkeppni um merki/lógó fyrir félagið. Merkið verður notað á heimasíðuna,fréttabréf, bæklinga, plaköt og annað efni sem samtökin senda frá sér.

Tillögum skal skila inn fyrir 1. febrúar 2014, merktum :
“SAMKEPPNI CCU”

annað hvort með email: This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. eða með landpósti á CCU samtökin heimilisfang félagsins: Pósthólf 5388 125 Reykjavík

Tillögum að merkinu má bæði skila inn á tölvutæku formi sem jpg skrá eða handteiknuðu. Á næsta aðalfundi félagsins sem verður í febrúar 2014, verða veitt verðlaun fyrir fyrsta sætið að upphæð 40.000 kr. Félagið áskilur sér rétt til að hafna öllum tillögum.

Samkeppnin er öllum opin og hvetjum við félagsmenn til að taka þátt. Einnig viljum við biðja ykkur um að hvetja aðra til að senda inn tillögur