Annað tölublað Effca tímaritsins 2015 er komið út.

Komið er út nýtt EFFCA tímarit og finna má áhugavert efni um það sem er að gerast hjá EFFCA ásamt sögum og upplýsingum um IBD frá ýmsum stöðum í heiminum. Kynntur er alþjóðlegi IBD dagurinn sem verður haldinn þann 19.maí. Ungliðahópur EFFCA hefur einnig skoðað aðra valkosti þegar kemur að barneignum heldur en hefðbunda meðgöngu. Tekið var viðtal við tvær konur með IBD sem hafa gengið í gegnum margt til að eignast barn. Að lokum er vísindaleg grein um nýtt lyf sem hefur enn sem komið er gefið góða raun og er umtalað í IBD samfélaginu.