Fræðslufundur 3. nóvember 2021

Næsti fræðslufundur CCU verður miðvikudagskvöldið 3.nóvember. Kjartan Hrafn Loftsson útskrifaðist frá læknadeild HÍ 2007 og hefur unnið sem heilsugæslulæknir í tæp 10 ár og m.a. verið rannsóknarlæknir hjá Íslenskri erfðagreiningu í eitt ár. Hann hóf störf hjá SidekickHealth á síðasta ári. Kjartan hefur verið sérlega áhugsamur um áhrif lífstíls og mataræðis á langvinna sjúkdóma og hefur rannsakað hlutverk ketnóna og næringarketóna á föstur og langlífi. Fyrirlesturinn verður í sal Vistor, Hörgatúni 2 Garðabæ og hefst kl. 20:00.