CCU - Crohn’s og Colitis Ulcerosa samtökin
  • Sáraristilbólga - Colitis Ulcerosa

    • Langvinnur bólgusjúkdómur í þörmum
    • Kemur fram í ristli og / eða endaþarmi
    • Einkenni eru m.a. blóðugur niðurgangur og verkir
    • Orsakir eru óþekktar og oftast er meðhöndlað með lyfjum
  • Svæðisgarnabólga - Crohn's sjúkdómur

    • Langvinnur bólgusjúkdómur í þörmum
    • Algengastur í neðsta hluta smáþarma
    • Greinist yfirleitt í ungum einstaklingum
    • Orsakir eru óþekktar og oftast er meðhöndlað með lyfjum
  • Helstu markmið CCU samtakanna

    • Stuðningur við nýgreinda einstaklinga
    • Stuðla að aukinni almennri þekkingu um sjúkdómana
    • Stuðla að útgáfu og þýðingu á fræðsluefni
    • Að starf samtakanna nái um land allt
  • CCU samtökin voru stofnuð í október árið 1995

    Samtökin eru hagsmunasamtök fólks með Svæðisgarnabólgu - Crohn's
    sjúkdóm og Sáraristilbólgu - Colitis Ulcerosa

Næsti fræðslufundur CCU

11. apríl 2024

Nýjasta fréttabréfið

Líkaðu við okkur

Þriðjudaginn 18 maí verður haldinn aðalfundur og fræðslufundur hjá Manni lifandi í Borgartúni 24.
Aðalfundurinn byrjar um kl 19:00, á dagskráinni eru venjuleg aðalfundastörf.

Færðslufundur verður svo í framhaldi og ætlar Benedikta Jónsdóttir heilsuráðgjafi að vera með fyrirlestur. Hún er mikil áhugamanneskja um heilsufæði og heilbrigt líferni og hvernig fólk getur hjálpað sér sjálft til að ná því markmiði. Hún ætlar meðal annars að fræða okkur um hversvegna það skiptir miklu máli að fara eftir sérstöku lífrænu mataræði og mikilvægi sérstaka bætiefna, hvað er slæmt við kemísk gerviefni sem safnast fyrir í líkamnum og hvernig er hægt að losa sig við þau.