
Sáraristilbólga - Colitis Ulcerosa
- Langvinnur bólgusjúkdómur í þörmum
- Kemur fram í ristli og / eða endaþarmi
- Einkenni eru m.a. blóðugur niðurgangur og verkir
- Orsakir eru óþekktar og oftast er meðhöndlað með lyfjum
Apríl (áætlað)
Kæru félagsmenn
Við í stjórn CCU viljum minna á Alþjóðlega IBD daginn sem verður haldinn þann 19 maí, en við ætlum að halda upp á hann í dag með því að vera með smá kynningu á samtökunum í Smáralind frá kl 13-15:30. Við viljum endilega hvetja félagsmenn til að mæta. Ætlunin er að gera eitthvað öðruvísi og byggja fjall úr klósettpappír. Vonandi sjáum við sem flesta.
Það væri mjög gott að fá aðstoð frá nokkrum félagsmönnum, laugardaginn
14.mai. Við ætlum að vera í Smáralindinni frá kl 13 til 16 og fræða þá sem
vilja um sjúkdómanna og félagið.
Endilega sendið okkur póst á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. ef þið hafið áhuga á að
vera með, fyrir þriðjudaginn 10.mai.
Kveðja, stjórnin
Alþjóðlegur IBD-dagur verður haldinn hátíðlegur í yfir 20 löndum um allan heim. CCU- samtökin munu ekki láta sitt eftir liggja og verða í Smáralindinni 14. maí milli kl. 13-16. Þar verða samtökin sem og sjúkdómarnir kynntir á skemmtilegan máta. Við hvertjum alla til að koma, líta við og sýna stuðning okkar.
Aðalfundur CCU- samtakanna verður haldinn þann 26 maí næstkomandi kl 19:30. Fundurinn verður haldinn í sal Krabbameinsfélagsins að Skógarhlíð 8.
Dagskrá:
Skýrsla stjórnar
Reikningar lagðir fram til samþykktar
Kosning stjórnar
Kosning, skoðunarmenn reikninga
Ákvörðun um félagsgjald
Önnur mál
Svo eftir aðalfundinn kemur Edda Björgvinsdóttir til með að kítla hláturtaugarnar, með skemmtilegum fyrirlestri um gleði og hamingju. Við viljum endilega hvetja sem flesta félagsmenn til að mæta því nú er komið að því að kjósa í nýja stjórn og það eru 3 sæti laus. Nauðsynlegt er að hafa fullskipaða stjórn til þess að félagið getið haldið áfram að vaxa og dafna.
Elsa Bára Traustadóttir hélt fyrir okkur góðan fyrirlestur í mars síðastliðum. Hér má nálgast glærur hennar.
Hvað er kvíði, Hvað er til ráða !
Elsa Bára Traustadóttir sálfræðingur ætlar að fjalla um kvíða og kvíðaröskun, hvernig kvíði þróast og hvað sé hjálplegt að gera til að takast á við kvíða sem kemur í kjölfar veikinda. Elsa Bára mun taka við spurningum í lokin, svo reikna má með að fundurinn verði í ca 1 1/2 klukkustund.
Fræðslufundurinn hefst kl 20:00 og er haldinn í sal Vistor Hörgatúni 2, 210 Garðabæ, gengið er inn um aðaldyr hússins.