CCU - Crohn’s og Colitis Ulcerosa samtökin

Sáraristilbólga er langvinnur sjúkdómur með hléum hjá um 90% sjúklinga. Framvindan einkennist af sjúkdómshléum sem vara nokkra mánuði eða nokkur ár með sjúkdómsvirkni á milli. Hversu tíðar versnanir eru er breytilegt milli einstaklinga. Eftir 10 ára eftirfylgni hafa 97% sjúklinga eitt tímabil með sjúkdómsvirkni og 99% eftir 18 ár. Um 10% eru með stöðugan langvinnan sjúkdóm þar sem sjúkdómsvirkni er viðvarandi án hléa.

Í danskri rannsókn, sem gerð var árið 1994, höfðu 23% gengist undir skurðaðgerð 10 árum þeir greindust með sjúkdóminn og 31% 20 árum frá greiningu. Í danskri rannsókn, sem gerð var árið 2006, gengust 6% undir skurðaðgerð innan við ári frá greiningu, sem er minna en á tímabilinu 1982-1987, en þá gengust 9% undir skurðaðgerð innan árs frá greiningu. Út frá tölfræðinni eru tölurnar þó ekki marktækar.