Aðalfundur CCU 27.janúar

Þriðjudagskvöldið 27. janúar næstkomandi er boðað til aðalfundar CCU og eru hefðbundin aðalfundarstörf á dagskrá 

Þegar aðalfundinum er lokið tekur Jóna Björk Viðarsdóttir við og kynnir fyrir okkur niðurstöður úr MS ritgerð sinni um mataræði og næringarástand IBD einstaklinga.   Hópur af okkar félagsmönnum tók þátt í rannsókninni og verður eflaust fróðlegt að heyra niðurstöðurnar. Fundurinn verður í sal Vistor, Hörgatúni 2, Garðabæ og hefst kl. 20:00.