Fræðslufundur 5. mars

Næsti fræðslufundur CCU samtakanna verður haldinn fimmtudagskvöldið 5. mars. Hann er sameiginlegur með Stómasamtökunum og fyrirlesari er Svandís Antonsdóttir. Hún ætlar að segja okkur frá sinni reynslu, var með Colitis, fékk stóma og tók þátt í Ironman fimm mánuðum seinna. Fundurinn verður í Skógarhlíð 8 og hefst kl. 20.00