
Sáraristilbólga - Colitis Ulcerosa
- Langvinnur bólgusjúkdómur í þörmum
- Kemur fram í ristli og / eða endaþarmi
- Einkenni eru m.a. blóðugur niðurgangur og verkir
- Orsakir eru óþekktar og oftast er meðhöndlað með lyfjum
18. apríl 2023
Nýtt fréttabréf er komið út. það má finna undir fræðsluefni – fréttabréf. Fundir vetrarins eru ekki alveg komnir á hreint en það er búið að dagsetja tvo fundi og verða þeir haldnir að Skógarhlíð 8 1. hæð kl 19:30.
Fundirnir verða sameiginlegir með Stóma samtökunum verður sá fyrsti haldinn þann 3.nóv og verður fyrirlesari og fundarefni tilkynnt siðar.
Á fundi 1. mars 2012 verða tveir fyrirlesarar, lyflæknir og skurðlæknir. Fjallað verður meðal annars um valkosti sjúklinga, meðferðarúrræði og nýjungar í lyfjum.
Þann 14 maí síðastliðinn héldu CCU samtökin upp á alþjóðlegan IBD dag. Þetta var í fyrsta skiptið sem við tókum þátt og ákvað stjórninn að reyna gera eitthvað sem myndi vekja athygli á málstað okkar. Við mættum í Smáralindina um hádegið á laugardeginum og hlóðum upp smá “klósettpappírsfjalli” sem Papco gaf samtökunum og erum við mjög þakklát fyrir þann stuðning. Við vorum þarna fram eftir degi, dreifðum bæklingum og klósettrúllum til fólks og reyndum með því að vekja athygli þeirra á sjúkdómunum og samtökunum.
Aðalfundur CCU Samtakanna var haldinn þann 26. maí síðastliðinn. Fundarstjóri var kjörin Berglind G. Beinteinsdóttir og Hrönn Petersen fundarritari. Á dagskrá voru hefðbundinn aðalfundarstörf. Katrín Jónsdóttir þáverandi formaður fór yfir skýrslu stjórnar og Edda gjaldkeri fór yfir reikninga samtakanna fyrir síðasta starfsár og voru þeir samþykktir. Tillaga stjórnar um að árgjald félagsins yrði óbreytt eða kr. 2.000 á ári var samþykkt. Því miður tókst ekki að fylla í öll sæti stjórnar en eftirfarandi voru kjörnir í stjórn:
Edda Svavarsdóttir, formaður
Hrönn Petersen, gjaldkeri
Berglind G. Beinteinsdóttir, meðstjórnandi.
Í varastjórn voru kjörnar þær:
Svala Sigurgarðarsdóttir
Hrefna Jóhannsdóttir
Endurskoðendur:
Þórey Matthíasdóttir
Emil Birgir Hallgrímsson.
Eftir aðalfundinn var Edda Björgvinsdóttir með stórskemmtilegan fyrirlestur um húmor og heilsu og minnti fundarmenn á mikilvægi endorfins, dopamins, Oxytosin og Seratonin til að styrkja ónæmiskerfið. Nokkrar leiðir til að auka þessi hormóní líkamanum er t.d. með hreyfingu, raddbeitingu, hlátri, listsköpun og gera góðverk. Á heimasíðu Eddu eddabjorgvins.is má finna efni sem er til þess fallið að koma sér í gott skap og uppskrift að daglegum gleðiæfingum.
Við í stjórn viljum minna á aðalfundinn á morgun, hann hefst kl 19:30 og verður haldinn í sal Krabbameinsfélagsins Skógarhlíð 8, 105 Reykjavík Eftir fundinn verður Edda Björgvins með fyrirlestur. Við vonumst til að sjá sem flesta.
Kæru félagsmenn
Við í stjórn CCU viljum minna á Alþjóðlega IBD daginn sem verður haldinn þann 19 maí, en við ætlum að halda upp á hann í dag með því að vera með smá kynningu á samtökunum í Smáralind frá kl 13-15:30. Við viljum endilega hvetja félagsmenn til að mæta. Ætlunin er að gera eitthvað öðruvísi og byggja fjall úr klósettpappír. Vonandi sjáum við sem flesta.