• Sáraristilbólga - Colitis Ulcerosa

  • Langvinnur bólgusjúkdómur í þörmum
  • Kemur fram í ristli og / eða endaþarmi
  • Einkenni eru m.a. blóðugur niðurgangur og verkir
  • Orsakir eru óþekktar og oftast er meðhöndlað með lyfjum
 • Svæðisgarnabólga - Crohn's sjúkdómur

  • Langvinnur bólgusjúkdómur í þörmum
  • Algengastur í neðsta hluta smáþarma
  • Greinist yfirleitt í ungum einstaklingum
  • Orsakir eru óþekktar og oftast er meðhöndlað með lyfjum
 • Helstu markmið CCU samtakanna

  • Stuðningur við nýgreinda einstaklinga
  • Stuðla að aukinni almennri þekkingu um sjúkdómana
  • Stuðla að útgáfu og þýðingu á fræðsluefni
  • Að starf samtakanna nái um land allt
 • CCU samtökin voru stofnuð í október árið 1995

  Samtökin eru hagsmunasamtök fólks með Svæðisgarnabólgu - Crohn's
  sjúkdóm og Sáraristilbólgu - Colitis Ulcerosa
 • Sáraristilbólga - Colitis Ulcerosa

  • Langvinnur bólgusjúkdómur í þörmum
  • Kemur fram í ristli og / eða endaþarmi
  • Einkenni eru m.a. blóðugur niðurgangur og verkir
  • Orsakir eru óþekktar og oftast er meðhöndlað með lyfjum
 • Svæðisgarnabólga - Crohn's sjúkdómur

  • Langvinnur bólgusjúkdómur í þörmum
  • Algengastur í neðsta hluta smáþarma
  • Greinist yfirleitt í ungum einstaklingum
  • Orsakir eru óþekktar og oftast er meðhöndlað með lyfjum
 • Helstu markmið CCU samtakanna

  • Stuðningur við nýgreinda einstaklinga
  • Stuðla að aukinni almennri þekkingu um sjúkdómana
  • Stuðla að útgáfu og þýðingu á fræðsluefni
  • Að starf samtakanna nái um land allt
 • CCU samtökin voru stofnuð í október árið 1995

  Samtökin eru hagsmunasamtök fólks með Svæðisgarnabólgu - Crohn's
  sjúkdóm og Sáraristilbólgu - Colitis Ulcerosa

Næsti fræðslufundur CCU

Aðalfundur: 16. febrúar 2023

Viltu gerast félagi?

Smelltu hér

Nýjasta fréttabréfið

Janúar 2023

Líkaðu við okkur

Reykjavíkurmaraþon

Eins og allir líklega vita var hlaupið fellt niður vegna Covid.  6 manns skráðu sig á CCU samtökin og söfnuðu samtals 17.000 krónum.  Við þökkum kærlega fyrir okkur og ykkar stuðningur er alveg frábær !

Fræðslufundi frestað

Vegna framlengingar á samkomubanni verður fræðslufundinum sem átti að vera 16. apríl, frestað þangað til í september.

Andleg líðan einstaklinga með bólgusjúkdóma í meltingarvegi

Næsti fræðslufundur CCU verður fimmtudagskvöldið 16. apríl 2020.
Ef ekkert breytist verður samkomubanninu vegna Covid-19 aflétt þann 13. apríl og stefnum við að því að hafa fundinn opinn eins og venjulega. 

Fyrirlesari á fundinum verður verður hjúkrunarfræðingurinn Margrét Marín Arnardóttir. Hún lauk BS námi í hjúkrunarfræði frá HÍ árið 2002, MS námi í klínískri hjúkrun við HÍ áríð 2016 og hefur unnið á speglunardeild LSH síðan árið 2008. Margrét er formaður Innsýnar, fagdeildar hjúkrunarfræðinga starfandi við lungna- og meltingarfærarannsóknir. Hún er einnig tengiliður Íslands við ESGENA (The European Society of Gastroenterology and Endoscopy Nurses and Associates) og fer á ráðstefnur á þeirra vegum þar sem hún kennir og leiðbeinir hjúkrunarfræðingum notkun áhalda við ýmsar gerðir speglana.

Margrét segir: “ Í meistararitgerð minni “Líðan og lífsgæði einstaklinga með bólgusjúkdóma í meltingarvegi” skoða ég mest andlega líðan einstaklinga með Crohn’s sjúkdóm og Ulcerative Colitis og velti fyrir mér hvort samræður (e. Partnership as practice) við hjúkunarfræðinga geti bætt líðan að einhverju marki.

Þar sem áhugi minn liggur að andlegri líðan, gerði ég verkferil fyrir einstaklinga með bólgusjúkdóma í meltingarvegi sem koma í speglun. Í verkferlinum er lagt fyrir einstaklinganna ESAS matstækið sem mælir m.a. andlega líðan. Með þessu matstæki vonast ég til að ná til þeirra einstaklinga sem eru í þörf fyrir sálræna aðstoð.”

Fundurinn verður í sal Vistor, Hörgatúni 2 Garðabæ og hefst kl. 20:00. Kaffi verður á könnunni og eitthvað létt og gott með.

Aðalfundur og fræðslufundur 2020

Aðalfundur CCU verður haldinn þríðjudagskvöldið 25. febrúar næstkomandi.  Hefðbundin aðalfundarstörf eru á dagskrá sem eru nánar auglýst í febrúar fréttabréfi samtakanna.  Eftir aðalfundinn munu hjúkrunarfræðingarnir Anna Soffía Guðmundsdóttir og Ingibjörg Magnúsdóttir sem starfa á göngudeild meltingar, Landspítala, vera með stuttan fyrirlestur um þá fræðslu og meðferð sem er í boði á meltingardeildinni.  Anna Lind Traustadóttir næringarfræðingur mun einnig vera með stuttan fyrirlestur um það helsta sem þarf að hafa í huga varðandi IBD og næringu.  Fyrirlestrarnir hjá þeim stöllum eru á léttu nótunum og þær gefa nógan tíma og hvetja til umræðna og fyrirspurna úr sal.  Við hvetjum félagsmenn eindregið til að mæta og taka þátt í umræðunni því oftar en ekki lærum við mest hvert af öðru.  Boðið verður upp á ljúfar veitingar og fundurinn hefst kl. 20:00 í sal Vistor, Garðabæ.

More Articles ...