• Sáraristilbólga - Colitis Ulcerosa

  • Langvinnur bólgusjúkdómur í þörmum
  • Kemur fram í ristli og / eða endaþarmi
  • Einkenni eru m.a. blóðugur niðurgangur og verkir
  • Orsakir eru óþekktar og oftast er meðhöndlað með lyfjum
 • Svæðisgarnabólga - Crohn's sjúkdómur

  • Langvinnur bólgusjúkdómur í þörmum
  • Algengastur í neðsta hluta smáþarma
  • Greinist yfirleitt í ungum einstaklingum
  • Orsakir eru óþekktar og oftast er meðhöndlað með lyfjum
 • Helstu markmið CCU samtakanna

  • Stuðningur við nýgreinda einstaklinga
  • Stuðla að aukinni almennri þekkingu um sjúkdómana
  • Stuðla að útgáfu og þýðingu á fræðsluefni
  • Að starf samtakanna nái um land allt
 • CCU samtökin voru stofnuð í október árið 1995

  Samtökin eru hagsmunasamtök fólks með Svæðisgarnabólgu - Crohn's
  sjúkdóm og Sáraristilbólgu - Colitis Ulcerosa
 • Sáraristilbólga - Colitis Ulcerosa

  • Langvinnur bólgusjúkdómur í þörmum
  • Kemur fram í ristli og / eða endaþarmi
  • Einkenni eru m.a. blóðugur niðurgangur og verkir
  • Orsakir eru óþekktar og oftast er meðhöndlað með lyfjum
 • Svæðisgarnabólga - Crohn's sjúkdómur

  • Langvinnur bólgusjúkdómur í þörmum
  • Algengastur í neðsta hluta smáþarma
  • Greinist yfirleitt í ungum einstaklingum
  • Orsakir eru óþekktar og oftast er meðhöndlað með lyfjum
 • Helstu markmið CCU samtakanna

  • Stuðningur við nýgreinda einstaklinga
  • Stuðla að aukinni almennri þekkingu um sjúkdómana
  • Stuðla að útgáfu og þýðingu á fræðsluefni
  • Að starf samtakanna nái um land allt
 • CCU samtökin voru stofnuð í október árið 1995

  Samtökin eru hagsmunasamtök fólks með Svæðisgarnabólgu - Crohn's
  sjúkdóm og Sáraristilbólgu - Colitis Ulcerosa

Næsti fundur CCU

Verður í september 2020

Viltu gerast félagi?

Smelltu hér

Nýjasta fréttabréfið

Mars 2020

Líkaðu við okkur

Baráttufundur ÖBÍ um kjör öryrkja Ætla framboðin að rétta hlut þeirra?

Laugardaginn 13. apríl 2013 kl. 14.00-16.30.
Hilton Reykjavík Nordica, A+B sal, Suðurlandsbraut 2, Reykjavík,

Vegna ítrekaðra yfirlýsinga um að lágtekjuhópar hafi notið sérstaks forgangs á síðustu fjórum árum vekur ÖBÍ athygli á að þetta á ekki við um öryrkja. Frá því í janúar 2009 hafa kjör öryrkja versnað og tekjur þeirra haldið áfram að dragast aftur úr tekjum annarra. Þeir höfðu einnig sætt umtalsverðri kjarskerðingu á tímum góðæris.

Öryrkjabandalag Íslands boðar til opins fundar með fulltrúum þeirra stjórnmálaflokka sem bjóða fram til Alþingis 2013. Rætt verður hvernig frambjóðendur ætla að rétta hlut öryrkja á komandi kjörtímabili.

ÖBÍ hvetur alla sem áhuga hafa á málefninu til að mæta á fundinn.

Dagskrá:

Framsöguerindi: Guðmundur Magnússon, formaður Öryrkjabandalags Íslands, fjallar um kjör öryrkja frá hruni.

Kaffihlé

Fulltrúar framboða sitja fyrir svörum.

Fundarstjóri: Sigríður Jóhannsdóttir

Tónmöskvi, táknmáls- og rittúlkun í boði

Allir velkomnir

Bein útsending verður af heimasíðu ÖBÍ

Nýtt póstkerfi hjá CCU

CCU var að taka í notkun nýtt póstkerfi og því gæti verið að við séum aðeins lengur að svara tölvupósti en venjulega svo við biðjum ykkur að sýna biðlund.
Kveðja stjórnin

Reykjavíkurmaraþon 24.ágúst næstkomandi

Við viljum benda á að Crohns og Colitis Ulcerosa samtökin er skráð góðgerðarfélag í Reykjavíkurmaraþoninu 24. ágúst nk. Fyrir þá sem eru skráðir í hlaupið og vilja hlaupa til góðs fyrir sinn málstað þá er hægt að velja góðgerðarfélag inn á heimasíðu  www.hlaupastyrkur.is og haka við CCU samökin.
Þeir sem ekki hlaupa sjálfir geta síðan heitið á þá hlaupara sem hafa skráð sig.

Hlaupastyrkur

Hvatningarverðlaun ÖBÍ

Þann 3. desember næstkomandi, á alþjóðadegi fatlaðra, veitir Öryrkjabandalag Íslands, Hvatningarverðlaun sín, sjá slóð á upplýsingar um verðlaunin  Hvatningarverðlaun

Tilnefningar fyrir árið 2013 óskast.

Nú leitum við til þín og þíns fólks um hugmyndir að tilnefningum. Veitt verða þrenn verðlaun, ein í hverjum flokki:

 • einstaklings
 • fyrirtækis/stofnunar
 • umfjöllunar/kynningar


til verðugra fulltrúa sem þykja hafa skarað fram úr og endurspeglað nútímalegar áherslur um jafnrétti, sjálfstætt líf og þátttöku fatlaðra í samfélaginu, sem stuðla að einu samfélagi fyrir alla.

Rafrænt eyðublað til útfyllingar, Rafrænt eyðublað

 Tilnefningar sendist fyrir 15. september nk.

ATH. Tilnefna má sömu aðila og tilnefndir voru í fyrra ef vitað er að þeir falla undir þau markmið sem sett voru með þessum verðlaunum.

More Articles ...