Hver vill ekki lifa hamingjuríku lífi?

Næsti fræðslufundur verður haldinn fimmtudagskvöldið 4.nóvember með Stómasamtökunum. Fyrirlesari er Hrefna Guðmundsdóttir félagssálfræðingur. Hún mun fjalla um hamingjuna, að eiga hamingjuríkt líf þrátt fyrir sjúkdóma og vandamál. Hrefna hefur verið að rannsaka hamingjusálfræði í langan tíma og getur vonandi gefið okkur uppskrift að hamingjuríku lífi. Fundurinn verður haldinn í húsi Krabbameinsfélags Íslands að Skógarhlíð 8, gengið inn og til hægri. Húsið opnar kl. 19:30 og fyrirlesturinn hefst kl. 20:00. Léttar veitingar verða í boði og vonumst við til að sjá sem flesta.