Þessa dagana standa samtökin fyrir vitundarvakningu á Facebook sem unnin er í samvinnu við evrópsku regnhlífasamtökin EFCCA. Þar innanborðs eru 42 samtök víðsvegar um heiminn sem taka þátt í að vekja athygli á sjúkdómunum undir yfirskriftinni „IBD virðir engin landamæri“. 19. maí er alþjóðlegur IBD dagur og fram að þeim degi munu birtast færslur á Facebook sem vonandi vekja fólk til umhugsunar um hvaða atriði þarf að hafa í huga sem gætu haft áhrif á gæði IBD meðferðar. Mismunandi þjónusta eftir landsvæðum er því miður staðreynd og þar með mismunandi aðgengi að sérhæfðu heilbrigðisstarfsfólki. Fjárhagslegar hindranir geta verið stór þáttur, m.a. vinnutap, falinn kostnaður og veikindaréttur foreldra. Erfitt getur verið að greina sjúkdómana og einnig geta fordómar og takmörkuð fræðsla stuðlað að félagslegri einangrun. Ekki er heldur hægt að leggja nógu mikla áherslu á hvað mikilvægt er að boðið sé upp á sterkt heilbrigðiskerfi sem hefur nauðsynleg úrræði, greiningartæki og lyf til að veita bestu mögulegu meðferð við IBD.
CCU stendur fyrir vitundarvakningu í Smáralind föstudaginn 3. maí kl. 15.00 Við verðum staðsett á 1. hæðinni rétt hjá Vínbúðinni og ætlum að gefa þeim sem að vilja þiggja gjafapoka sem inniheldur það sem sést á myndinni hér til hliðar. Frú Elíza Reid forsetafrú mun taka við fyrsta pokanum og þökkum við henni hjartanlega fyrir að sýna stuðning í verki við þá sem þurfa að lifa með Sáraristilbólgu og Crohns sjúkdóm.
Fyrirlesturinn verður eins og áður í sal Vistor Hörgatúni 2, Garðabæ (gengið inn frá Bæjarbrautinni). Drykkir og smá snarl verður í boði og hefst fundurinn kl. 20:00. Við verðum live í umræðuhópnum en vonumst til að sjá sem flesta í sal til að taka þátt í fyrirlestrinum.
Hlökkum til að sjá ykkur