Gleðilegan 1. maí og fjólubláan maí :-) Í dag er fyrsti dagur vitundarvakningarátaks hjá CCU samtökunum í tilefni 19. maí sem er alþjóðlegur IBD dagur. Yfir 10 milljón manns í heiminum lifa með IBD og fjölmörg systursamtök CCU um allan heim, undir merki EFCCA, taka þátt í að vekja athygli á sjúkdómunum.
Að þessu sinni mun sálfræðingurinn Ragnhildur Þórðardóttir, Ragga nagli, heimsækja okkur og tala um mikilvægi þess að nærast og njóta matar í núvitund af sinni alkunnu snilld. Fyrirlesturinn verður í sal Vistor, Hörgatúni 2 og hefst kl. 20.00. Við sendum link á Teams fund á félagsmenn og verðum live í umræðuhópnum. Vonumst samt til að sjá sem flesta í salnum.
Nú er komið að aðalfundi CCU sem verður fimmtudagskvöldið 16. febrúar. Eftir hefðbundna aðalfundardagskrá ætlar Anna Sigríður Jökulsdóttir sálfræðingur á Kvíðameðferðarstöðinni að vera með stuttan fyrirlestur. Hennar áhugasvið í meðferð er vanlíðan í tengslum við heilsufarsvanda, álag, kulnun og streitu. Fundurinn verður í sal Vistor Hörgatúni 2 og hefst kl. 20:00. Boðið verður upp á ljúfar veitingar og við hlökkum til að sjá ykkur.