Nú er komið að aðalfundi CCU sem verður fimmtudagskvöldið 16. febrúar. Eftir hefðbundna aðalfundardagskrá ætlar Anna Sigríður Jökulsdóttir sálfræðingur á Kvíðameðferðarstöðinni að vera með stuttan fyrirlestur. Hennar áhugasvið í meðferð er vanlíðan í tengslum við heilsufarsvanda, álag, kulnun og streitu. Fundurinn verður í sal Vistor Hörgatúni 2 og hefst kl. 20:00. Boðið verður upp á ljúfar veitingar og við hlökkum til að sjá ykkur.
Næsti fræðslufundur CCU verður fimmtudagskvöldið 3. nóvember. Fyrirlesari verður Snorri Ólafsson sérfræðingur í meltingarfærasjúkdómum. Hann starfar við sjúkrahúsið Innlanded Gjøvik í Noregi og er einnig fyrrverandi „Associate professor, Loma LInda University Mecical Center“ í Kaliforníu. Fundurinn er sameiginlegur með Stómasamtökunum og verður haldinn í húsnæði Ráðgjafarþjónustu Krabbameinsfélagsins að Skógarhlíð 8, 1. hæð og hefst kl. 20:00.
Næsti fræðslufundur CCU verður fimmtudagskvöldið 6. október. Að þessu sinni ætlum við að vera með fyrirspurnarfund og erum búin að fá nokkrar kjarnakonur til að taka þátt: Anna Lind Traustadóttir næringarfræðingur, Sigríður Hanna Ingólfsdóttir félagsráðgjafi hjá ÖBÍ og svo mæta annaðhvort eða báðar Anna Soffía Guðmundsdóttir sérfræðingur í hjúkrun einstaklinga með meltingarsjúkdóma og Margrét Marín Arnardóttir hjúkrunarfræðingur.
Fundurinn verður í sal Vistor, Hörgatúni 2 Garðabæ og hefst kl. 20:00. Við stefnum á að vera bæði á Zoom og senda út í umræðuhópnum en það væri frábært að sjá sem flesta í sal :-)
Fundurinn verður í sal Vistor, Hörgatúni 2 Garðabæ og hefst kl. 20:00. Við stefnum á að vera bæði á Zoom og senda út í umræðuhópnum en það væri frábært að sjá sem flesta í sal :-)
Fyrirlesari á næsta fræðslufundi hjá okkur verður Ragnhildur Þórðardóttir sálfræðingur, betur þekkt sem Ragga nagli. Hún ætlar að fara yfir streitufræðina útfrá hugrænni atferlismeðferð, jákvæðri sálfræði, núvitund (mindfulness) og öndun.
Hvaða áhrif hefur langvarandi streita á andlega og líkamlega heilsu?
Hvernig við getum styrkt grunnstoðir góðrar heilsu og mikilvægi þeirra til að koma í veg fyrir og stjórna streitu?
Hvaða viðurkenndar aðferðir róa miðtaugakerfið og koma okkur úr streituástandi yfir í rólega kerfið?
Fyrirlesturinn verður sem fyrr í sal Vistor Hörgatúni 2, Garðabæ (gengið inn frá Bæjarbrautinni) og hefst kl. 20:00.
Hvaða áhrif hefur langvarandi streita á andlega og líkamlega heilsu?
Hvernig við getum styrkt grunnstoðir góðrar heilsu og mikilvægi þeirra til að koma í veg fyrir og stjórna streitu?
Hvaða viðurkenndar aðferðir róa miðtaugakerfið og koma okkur úr streituástandi yfir í rólega kerfið?
Fyrirlesturinn verður sem fyrr í sal Vistor Hörgatúni 2, Garðabæ (gengið inn frá Bæjarbrautinni) og hefst kl. 20:00.
Aðalfundurinn verður í sal Vistor Hörgatúni 2, Garðabæ og hefst kl. 20:00. Hefðbundin aðalfundarstörf eru á dagskrá. Eftir fund verður boðið upp á smá hressingu og Kjartan Örvar meltingarsérfræðingur ætlar að vera með stuttan fyrirlestur, m.a. um Calprotec prófin. Hlökkum til að sjá ykkur. Kveðja, stjórnin