• Sáraristilbólga - Colitis Ulcerosa

  • Langvinnur bólgusjúkdómur í þörmum
  • Kemur fram í ristli og / eða endaþarmi
  • Einkenni eru m.a. blóðugur niðurgangur og verkir
  • Orsakir eru óþekktar og oftast er meðhöndlað með lyfjum
 • Svæðisgarnabólga - Crohn's sjúkdómur

  • Langvinnur bólgusjúkdómur í þörmum
  • Algengastur í neðsta hluta smáþarma
  • Greinist yfirleitt í ungum einstaklingum
  • Orsakir eru óþekktar og oftast er meðhöndlað með lyfjum
 • Helstu markmið CCU samtakanna

  • Stuðningur við nýgreinda einstaklinga
  • Stuðla að aukinni almennri þekkingu um sjúkdómana
  • Stuðla að útgáfu og þýðingu á fræðsluefni
  • Að starf samtakanna nái um land allt
 • CCU samtökin voru stofnuð í október árið 1995

  Samtökin eru hagsmunasamtök fólks með Svæðisgarnabólgu - Crohn's
  sjúkdóm og Sáraristilbólgu - Colitis Ulcerosa
 • Sáraristilbólga - Colitis Ulcerosa

  • Langvinnur bólgusjúkdómur í þörmum
  • Kemur fram í ristli og / eða endaþarmi
  • Einkenni eru m.a. blóðugur niðurgangur og verkir
  • Orsakir eru óþekktar og oftast er meðhöndlað með lyfjum
 • Svæðisgarnabólga - Crohn's sjúkdómur

  • Langvinnur bólgusjúkdómur í þörmum
  • Algengastur í neðsta hluta smáþarma
  • Greinist yfirleitt í ungum einstaklingum
  • Orsakir eru óþekktar og oftast er meðhöndlað með lyfjum
 • Helstu markmið CCU samtakanna

  • Stuðningur við nýgreinda einstaklinga
  • Stuðla að aukinni almennri þekkingu um sjúkdómana
  • Stuðla að útgáfu og þýðingu á fræðsluefni
  • Að starf samtakanna nái um land allt
 • CCU samtökin voru stofnuð í október árið 1995

  Samtökin eru hagsmunasamtök fólks með Svæðisgarnabólgu - Crohn's
  sjúkdóm og Sáraristilbólgu - Colitis Ulcerosa

Næsti fundur CCU

19. maí

Viltu gerast félagi?

Smelltu hér

Nýjasta fréttabréfið

Maí 2021

Líkaðu við okkur

Fræðslufundur 7.apríl

Sigríður Zoega ( RN, CNS og PhD ) ætlar að flytja almennt erindi um verki og verkjameðferðir á næsta fræðslufundi sem verður fimmtudagskvöldið 7.apríl. Við höfum flest öll einhverja reynslu af verkjum og verður áhugavert að heyra fyrirlestur hennar. 

Fundurinn er sameiginlegur með Stómasamtökunum og hefst kl. 20.00 í húsi krabbameinsfélagsins í Skógarhlíðinni. 

Hlökkum til að sjá ykkur og að venju verður kaffi á könnunni og eitthvað ljúft með.

Nýtt fréttabréf og EFCCA tímarit

Nýjasta fréttabréfið er komið inn þar sem dagskrá aðalfundar kemur fram og ef þig langar í stjórn endilega hafðu samband á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Fyrsta Efcca tímarit ársins er komið út þar sem eru fréttir frá aðildafélögum Efcca víðsvegar um Evrópu, fréttir um ungliðastarf sem og niðurstöður nýrra uppgötvana í heimi IBD sjúklinga hvað varðar mögulega "lækningu" og þá sérstaklega hjá börnum sem greinast með IBD. 

Vilt þú vera memm?

Nú líður að aðalfundi en hann verður haldinn seinnipartinn í febrúar. Því miður þurfa tveir úr stjórninni að hætta og vantar því tvo nýja félaga í stjórn. Ef þú hefur áhuga á að starfa í stjórninni, endilega hafðu samband á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it..

Við hlökkum til að heyra í ykkur :)

Kaffihúsahittingur hjá ungliðahópi CCU

Við ætlum að hittast á fyrsta hittingi ársins á Café Meskí í Skeifunni(hjá Ísbúðinni) miðvikudaginn 24.febrúar kl. 20:00. Þetta er bara létt spjall og kannski fá sér kaffi/kakó og kökusneið. Við héldum fyrsta fundinn þarna og var stemningin góð en fámennt var þó eins og á hinum fundunum, nú er þó komið nýtt ár og nú fjölmennum við á fundi ;) 

Við eigum afmæli í dag !

CCU samtökin voru stofnuð 26. október árið 1995 og eru því 20 ára í dag. Nú ættu allir félagsmenn að vera búnir að fá afmælisblaðið inn um lúguna með boðskorti á afmælismálþing CCU sem verður haldið þann 5. nóvember á Nauthól.  Hvetjum alla sem geta til þess að mæta, hlusta á fjóra flotta fyrirlestra og þiggja veitingar á eftir. Skráning á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

More Articles ...