Næsti fræðslufundur CCU verður þriðjudagskvöldið 25. september. Meltingarsérfræðingarnir Lóa Guðrún Davíðsdóttir og Sif Ormarsdóttir ætla að fjalla um nýjungar í eftirliti bólgusjúkdóma á Íslandi. Fundurinn verður sem fyrr í sal Vistor, Hörgatúni 2 Garðabæ og hefst kl. 20:00. Best er að koma að húsinu að ofanverðu, frá Bæjarbrautinni. Eitthvað létt og ljúft verður á boðstólum og vonumst við til að sjá sem flesta.
Reykjavíkurmaraþonið fer fram eftir rúma viku og í dag eru 9 manns búnir að skrá sig á listann til styrktar CCU. Öllum sem hlaupa fyrir samtökin stendur til boða að fá bol merktan CCU til að hlaupa í. Best er að hafa samband á fésbókarsíðu CCU eða senda email á
Eins og margir kannski vita er 19.maí er alþjóðlegur IBD dagur og tákn hans er fjólublá slaufa. IBD ( Inflammatory Bowel disease) er notað sem samheiti yfir langvinna bólgusjúkdóma í meltingarvegi; Crohn´s sjúkdóm og Colitis Ulcerosa. Rúmlega 50 lönd í 5 heimsálfum taka þátt í deginum með ýmsum hætti til að vekja athygli á sjúkdómunum, hvetja til rannsókna og styðja við yfir 10 milljón manns sem lifa með IBD í heiminum í dag. Til að skapa vitundarvakningu standa CCU samtökin fyrir netherferð í maí mánuði og hvetjum við alla til að vera dugleg að deila færslunum svo útbreiðslan verði sem mest. Að auki birtast auglýsingar þann 19. maí, bæði í Morgunblaðinu og Fréttablaðinu. Við þökkum kærlega öllum sem tóku þátt í verkefninu; félögum CCU sem mættu í myndatöku, Kristvini myndasmið í E8 og ekki síst strákunum í Webmodesign sem settu upp herferðina á fésbókinni og gáfu alla sína vinnu við verkefnið !
Næsti fræðslufundur verður fimmtudagskvöldið 5. apríl og er sameiginlegur með Stómasamtökunum. Fyrirlesari verður Pálmar Ragnarsson íþróttaþjálfi. Hann er meðal annars með BS í sálfræði og ætlar að vera með fyrirlestur um jákvæð samskipti og að setja sér markmið. Einnig ætlar hann að tala um hvernig við getum reynt að takast á við erfiðleika með jákvæðu hugarfari. Það getur oft á tíðum reynst erfitt þegar verið er að glíma við langvinna sjúkdóma. Fundurinn verður í sal Krabbameinsfélagsins í Skógarhlíðinni, 1. hæð og hefst kl. 20:00. Kaffi verður á könnunni og eitthvað gott með. Vonumst til að sjá sem flesta :-)
Aðalfundur CCU fór fram 20. febrúar síðastliðinn. Ný stjórn var kosin og stjórnarmenn eru:
Edda Svavarsdóttir, Elísabet Sverrisdóttir, Hulda B. Þórðardóttir og Sóley Veturliðadóttir. Varamenn eru: Hrefna B. Jóhannsdóttir og Sigurborg Sturludóttir. Rakel Ýr Aðalsteinsdóttir er tengiliður stjórnar við ungliðahóp.
Félagsgjöld voru ákveðin óbreytt kr. 2000,- Skýrsla stjórnar um starfsemi síðasta árs er komin inn á heimasíðuna í flipanum "um samtökin"
Enn vantar einn í stjórn til þess að hún sé fullmönnuð.
Næsti fræðslufundur CCU verður á Akureyri fimmtudagskvöldið 1. febrúar. Fundurinn verður í sal Krabbameinsfélagsins, Glerárgötu 24 og hefst kl. 20:00. Fyrirlesari er Anna Lind Traustadóttir meistaranemi í næringarfræði. Eitthvað létt og gott verður í boði og við vonumst til að sjá sem flesta sem búa á Akureyri og nágrenni.