CCU - Crohn’s og Colitis Ulcerosa samtökin
  • Sáraristilbólga - Colitis Ulcerosa

    • Langvinnur bólgusjúkdómur í þörmum
    • Kemur fram í ristli og / eða endaþarmi
    • Einkenni eru m.a. blóðugur niðurgangur og verkir
    • Orsakir eru óþekktar og oftast er meðhöndlað með lyfjum
  • Svæðisgarnabólga - Crohn's sjúkdómur

    • Langvinnur bólgusjúkdómur í þörmum
    • Algengastur í neðsta hluta smáþarma
    • Greinist yfirleitt í ungum einstaklingum
    • Orsakir eru óþekktar og oftast er meðhöndlað með lyfjum
  • Helstu markmið CCU samtakanna

    • Stuðningur við nýgreinda einstaklinga
    • Stuðla að aukinni almennri þekkingu um sjúkdómana
    • Stuðla að útgáfu og þýðingu á fræðsluefni
    • Að starf samtakanna nái um land allt
  • CCU samtökin voru stofnuð í október árið 1995

    Samtökin eru hagsmunasamtök fólks með Svæðisgarnabólgu - Crohn's
    sjúkdóm og Sáraristilbólgu - Colitis Ulcerosa

Næsti fræðslufundur CCU

13. febrúar 2025

Nýjasta fréttabréfið

Líkaðu við okkur

Aðalfundur CCU verður haldinn þríðjudagskvöldið 25. febrúar næstkomandi.  Hefðbundin aðalfundarstörf eru á dagskrá sem eru nánar auglýst í febrúar fréttabréfi samtakanna.  Eftir aðalfundinn munu hjúkrunarfræðingarnir Anna Soffía Guðmundsdóttir og Ingibjörg Magnúsdóttir sem starfa á göngudeild meltingar, Landspítala, vera með stuttan fyrirlestur um þá fræðslu og meðferð sem er í boði á meltingardeildinni.  Anna Lind Traustadóttir næringarfræðingur mun einnig vera með stuttan fyrirlestur um það helsta sem þarf að hafa í huga varðandi IBD og næringu.  Fyrirlestrarnir hjá þeim stöllum eru á léttu nótunum og þær gefa nógan tíma og hvetja til umræðna og fyrirspurna úr sal.  Við hvetjum félagsmenn eindregið til að mæta og taka þátt í umræðunni því oftar en ekki lærum við mest hvert af öðru.  Boðið verður upp á ljúfar veitingar og fundurinn hefst kl. 20:00 í sal Vistor, Garðabæ.