CCU - Crohn’s og Colitis Ulcerosa samtökin
  • Sáraristilbólga - Colitis Ulcerosa

    • Langvinnur bólgusjúkdómur í þörmum
    • Kemur fram í ristli og / eða endaþarmi
    • Einkenni eru m.a. blóðugur niðurgangur og verkir
    • Orsakir eru óþekktar og oftast er meðhöndlað með lyfjum
  • Svæðisgarnabólga - Crohn's sjúkdómur

    • Langvinnur bólgusjúkdómur í þörmum
    • Algengastur í neðsta hluta smáþarma
    • Greinist yfirleitt í ungum einstaklingum
    • Orsakir eru óþekktar og oftast er meðhöndlað með lyfjum
  • Helstu markmið CCU samtakanna

    • Stuðningur við nýgreinda einstaklinga
    • Stuðla að aukinni almennri þekkingu um sjúkdómana
    • Stuðla að útgáfu og þýðingu á fræðsluefni
    • Að starf samtakanna nái um land allt
  • CCU samtökin voru stofnuð í október árið 1995

    Samtökin eru hagsmunasamtök fólks með Svæðisgarnabólgu - Crohn's
    sjúkdóm og Sáraristilbólgu - Colitis Ulcerosa

Næsti fræðslufundur CCU

13. febrúar 2025

Nýjasta fréttabréfið

Líkaðu við okkur

CCU samtökin hafa nýlega gefið út salerniskort sem er hugsað til þess að auðvelda félagsmönnum beiðni um aðgang að salerni í neyðartilvikum.  Framhlið kortsins sem sést hér til hliðar er auðvitað á íslensku en bakhlið kortsins er á ensku, bæði til að það nýtist erlendis og einnig er margt erlent starfsfólk í verslun og þjónustu.  Nokkrir aðilar komu að hönnun kortsins, Lóa Dís Finnsdóttir vann talsverða hönnunarvinnu og teiknaði m.a magakrassið á kortinu, en það ásamt slagorði samtakanna "Þú sérð það ekki utan á mér" er líka á stuttermabolum CCU.  Natasa Revekka Theodosiou, Deputy President of Cyprus Crohn´s and Colitis Association hannaði fjólubláa lógóið á bakhliðinni.  Kortið er ætlað einstaklingum með bólgusjúkdóma í meltingarvegi og nauðsynlegt er að vera félagi í CCU samtökunum til að fá kortið sent. Kynningar standa yfir og stjórnin hefur bara fengið jákvæð viðbrögð hingað til.  Vonumst við til þess að allir aðilar í verslun og þjónustu sýni skilning og leyfi kortköfum að nota salerni í neyðartilvikum.