Salerniskort CCU
CCU samtökin hafa nýlega gefið út salerniskort sem er hugsað til þess að auðvelda félagsmönnum beiðni um aðgang að salerni í neyðartilvikum. Framhlið kortsins sem sést hér til hliðar er auðvitað á íslensku en bakhlið kortsins er á ensku, bæði til að það nýtist erlendis og einnig er margt erlent starfsfólk í verslun og þjónustu. Nokkrir aðilar komu að hönnun kortsins, Lóa Dís Finnsdóttir vann talsverða hönnunarvinnu og teiknaði m.a magakrassið á kortinu, en það ásamt slagorði samtakanna "Þú sérð það ekki utan á mér" er líka á stuttermabolum CCU. Natasa Revekka Theodosiou, Deputy President of Cyprus Crohn´s and Colitis Association hannaði fjólubláa lógóið á bakhliðinni. Kortið er ætlað einstaklingum með bólgusjúkdóma í meltingarvegi og nauðsynlegt er að vera félagi í CCU samtökunum til að fá kortið sent. Kynningar standa yfir og stjórnin hefur bara fengið jákvæð viðbrögð hingað til. Vonumst við til þess að allir aðilar í verslun og þjónustu sýni skilning og leyfi kortköfum að nota salerni í neyðartilvikum.