Að takast á við langvinnan sjúkdóm
Næsti fræðslufundur verður þriðjudagskvöldið 13. nóvember og fyrirlesari verður sálfræðingurinn Jóhann Thoroddsen. Hann lauk B.S. gráðu í sálfræði frá Háskóla Íslands 1977, Cand. Psych. frá Gautaborgarháskóla í Svíþjóð 1982 og tveggja ára námi í hugrænni atferlismeðferð 2008. Hann ætlar að tala um hvað getur gerst þegar við fáum þær fréttir að vera komin með langvinnan sjúkdóm. Hver verða viðbrögðin og hvernig er hægt að takast á við þau. Getum við náð sátt og lært að lifa með sjúkdómnum og hvaða áhrif getur þetta haft á fjölskyldu og vini. Fundurinn verður í sal Vistor, Hörgatúni 2 Garðabæ og hefst klukkan 20:00.