Vestræn og austræn læknisfræði

Næsti fræðslufundur CCU verður þriðjudagskvöldið 19. nóvember. Fyrirlesari verður Þórunn Birna Guðmundsdóttir nálarstungusérfræðingur en hún hefur sína menntum bæði frá vestrænum og austrænum læknisfræðum. Hún útskrifaðist með mastersgráðu árið 2002 frá Californíu og eftir námið rak hún stofu hér heima í nokkur ár þar sem hún bauð upp á nálarstungur, cupping, gua sha, næringar- og jurtaráðgjöf. Haustið 2011 hóf hún doktorsnám í austrænum læknisfræðum og hefur lokið því námi.

Fundurinn er sameiginlegur með Stómasamtökunum, verður í sal Vistor Hörgatúni 2, Garðabæ og hefst kl. 20:00. Eitthvað gómsætt verður á boðstólum og við hlökkum til að sjá sem flesta.