EFCCA (European Federation of Crohn´s & Ulcerative Colitis Associations) stendur fyrir könnun í tengslum við þema ársins "IBD spyr ekki um aldur" fyrir alþjóðlega IBD daginn sem var 19.maí. Könnunin er fyrir fólk með IBD sem er 60 ára og eldra og hægt er að velja um 21 tungumál, þar á meðal Íslensku. Hvetjum alla sem geta til að taka þátt.
https://efcca.org/news/survey-people-ibd-aged-60-and-over
https://efcca.org/news/survey-people-ibd-aged-60-and-over
Gleðilegan 1. maí og fjólubláan maí :-) Í dag er fyrsti dagur vitundarvakningarátaks hjá CCU samtökunum í tilefni 19. maí sem er alþjóðlegur IBD dagur. Yfir 10 milljón manns í heiminum lifa með IBD og fjölmörg systursamtök CCU um allan heim, undir merki EFCCA, taka þátt í að vekja athygli á sjúkdómunum.
Að þessu sinni mun sálfræðingurinn Ragnhildur Þórðardóttir, Ragga nagli, heimsækja okkur og tala um mikilvægi þess að nærast og njóta matar í núvitund af sinni alkunnu snilld. Fyrirlesturinn verður í sal Vistor, Hörgatúni 2 og hefst kl. 20.00. Við sendum link á Teams fund á félagsmenn og verðum live í umræðuhópnum. Vonumst samt til að sjá sem flesta í salnum.
Nú er komið að aðalfundi CCU sem verður fimmtudagskvöldið 16. febrúar. Eftir hefðbundna aðalfundardagskrá ætlar Anna Sigríður Jökulsdóttir sálfræðingur á Kvíðameðferðarstöðinni að vera með stuttan fyrirlestur. Hennar áhugasvið í meðferð er vanlíðan í tengslum við heilsufarsvanda, álag, kulnun og streitu. Fundurinn verður í sal Vistor Hörgatúni 2 og hefst kl. 20:00. Boðið verður upp á ljúfar veitingar og við hlökkum til að sjá ykkur.
Næsti fræðslufundur CCU verður fimmtudagskvöldið 3. nóvember. Fyrirlesari verður Snorri Ólafsson sérfræðingur í meltingarfærasjúkdómum. Hann starfar við sjúkrahúsið Innlanded Gjøvik í Noregi og er einnig fyrrverandi „Associate professor, Loma LInda University Mecical Center“ í Kaliforníu. Fundurinn er sameiginlegur með Stómasamtökunum og verður haldinn í húsnæði Ráðgjafarþjónustu Krabbameinsfélagsins að Skógarhlíð 8, 1. hæð og hefst kl. 20:00.