Vilhjálmur Andri Einarsson sem er eigandi hjá Andri ICELAND ætlar að kynna okkur áhrifaríkar leiðir til að bæta líkamlega og andlega heilsu með einföldum aðferðum. Kynnt er hvernig öndun, kuldi, hiti og hugarorka geta hjálpað til við að draga úr streitu, bæta líðan og styðja við betri heilsu í daglegu lífi. Andri útskýrir hvernig þessar aðferðir geta haft jákvæð áhrif á taugakerfið, ónæmiskerfið og almenna líðan. Í lok fyrirlestursins fá þátttakendur tækifæri til að upplifa áhrifin strax í gegnum leidd öndun.
Til að styðja enn frekar við þátttakendur er öllum boðið að prófa frían öndunartíma „Anda með Andra“ í stúdíóinu hjá þeim í Rauðagerði 25.
Rannsóknir benda til þess að reglulegar öndunaræfingar og kuldaþjálfun geti dregið úr langvinnri bólgu, styrkt ónæmiskerfið og stuðlað að betri líðan. Fyrirlesturinn veitir hagnýta og aðgengilega innsýn í þessar aðferðir, sem geta verið gagnlegar fyrir þá sem glíma við langvinna sjúkdóma.
Fundurinn verður í sal Vistor, Hörgatúni 2 Garðabæ og gengið er inn frá Bæjarbrautinni. Við verðum “live” í umræðuhópnum og hlökkum til að sjá þá sem geta mætt í salinn.