CCU - Crohn’s og Colitis Ulcerosa samtökin
  • Sáraristilbólga - Colitis Ulcerosa

    • Langvinnur bólgusjúkdómur í þörmum
    • Kemur fram í ristli og / eða endaþarmi
    • Einkenni eru m.a. blóðugur niðurgangur og verkir
    • Orsakir eru óþekktar og oftast er meðhöndlað með lyfjum
  • Svæðisgarnabólga - Crohn's sjúkdómur

    • Langvinnur bólgusjúkdómur í þörmum
    • Algengastur í neðsta hluta smáþarma
    • Greinist yfirleitt í ungum einstaklingum
    • Orsakir eru óþekktar og oftast er meðhöndlað með lyfjum
  • Helstu markmið CCU samtakanna

    • Stuðningur við nýgreinda einstaklinga
    • Stuðla að aukinni almennri þekkingu um sjúkdómana
    • Stuðla að útgáfu og þýðingu á fræðsluefni
    • Að starf samtakanna nái um land allt
  • CCU samtökin voru stofnuð í október árið 1995

    Samtökin eru hagsmunasamtök fólks með Svæðisgarnabólgu - Crohn's
    sjúkdóm og Sáraristilbólgu - Colitis Ulcerosa

Næsti fræðslufundur CCU

3. október 2024

Nýjasta fréttabréfið

Líkaðu við okkur

Næsti fræðslufundur verður sameiginlegur með Stómasamtökunum og fyrirlesari að þessu sinni verður Eva Gunnarsdóttir. Hún greindist með ristilkrabbamein rétt um fertugt, þá búsett í London og hún ætlar að segja okkur frá sinni vegferð í gegnum greiningu og meðferð. Sem menntaður sálfræðingur og núvitundarkennari fór hún að rannsaka ýmsa áhættuþætti sem tengjast sjúkdómum og einkum áhrifum áfalla á heilsu.

„Að ná aftur heilsu eftir áföll eða veikindi er langhlaup, það gerist ekki á einni nóttu en með þekkingu, þjálfum og þolinmæði er hægt að ná ótrúlega miklum árangri. Það getur krafist hugrekkis að hefjast handa og að fara út fyrir þægindarammann en árangurinn sem af því getur hlotist er sannarlega þess virði“ segir Eva.

Fundurinn hefst kl. 20:00 og verður í húsi Krabbameinsfélagsins í Skógarhlíð 8, 1.hæð til hægri. Kaffi verður á könnunni og meðlæti eftir fund. Við verðum einnig live í umræðuhópnum en vonumst til að sjá sem flesta í salnum.