CCU - Crohn’s og Colitis Ulcerosa samtökin
 • Sáraristilbólga - Colitis Ulcerosa

  • Langvinnur bólgusjúkdómur í þörmum
  • Kemur fram í ristli og / eða endaþarmi
  • Einkenni eru m.a. blóðugur niðurgangur og verkir
  • Orsakir eru óþekktar og oftast er meðhöndlað með lyfjum
 • Svæðisgarnabólga - Crohn's sjúkdómur

  • Langvinnur bólgusjúkdómur í þörmum
  • Algengastur í neðsta hluta smáþarma
  • Greinist yfirleitt í ungum einstaklingum
  • Orsakir eru óþekktar og oftast er meðhöndlað með lyfjum
 • Helstu markmið CCU samtakanna

  • Stuðningur við nýgreinda einstaklinga
  • Stuðla að aukinni almennri þekkingu um sjúkdómana
  • Stuðla að útgáfu og þýðingu á fræðsluefni
  • Að starf samtakanna nái um land allt
 • CCU samtökin voru stofnuð í október árið 1995

  Samtökin eru hagsmunasamtök fólks með Svæðisgarnabólgu - Crohn's
  sjúkdóm og Sáraristilbólgu - Colitis Ulcerosa

Næsti fræðslufundur CCU

Tilkynnt síðar

Nýjasta fréttabréfið

Líkaðu við okkur

frett IBD virdir engin landamaeri
Þessa dagana standa samtökin fyrir vitundarvakningu á Facebook sem unnin er í samvinnu við evrópsku regnhlífasamtökin EFCCA. Þar innanborðs eru 42 samtök víðsvegar um heiminn sem taka þátt í að vekja athygli á sjúkdómunum undir yfirskriftinni „IBD virðir engin landamæri“. 19. maí er alþjóðlegur IBD dagur og fram að þeim degi munu birtast færslur á Facebook sem vonandi vekja fólk til umhugsunar um hvaða atriði þarf að hafa í huga sem gætu haft áhrif á gæði IBD meðferðar. Mismunandi þjónusta eftir landsvæðum er því miður staðreynd og þar með mismunandi aðgengi að sérhæfðu heilbrigðisstarfsfólki. Fjárhagslegar hindranir geta verið stór þáttur, m.a. vinnutap, falinn kostnaður og veikindaréttur foreldra. Erfitt getur verið að greina sjúkdómana og einnig geta fordómar og takmörkuð fræðsla stuðlað að félagslegri einangrun. Ekki er heldur hægt að leggja nógu mikla áherslu á hvað mikilvægt er að boðið sé upp á sterkt heilbrigðiskerfi sem hefur nauðsynleg úrræði, greiningartæki og lyf til að veita bestu mögulegu meðferð við IBD.