Nýjasta fréttabréfið er komið inn þar sem dagskrá aðalfundar kemur fram og ef þig langar í stjórn endilega hafðu samband á
Fyrsta Efcca tímarit ársins er komið út þar sem eru fréttir frá aðildafélögum Efcca víðsvegar um Evrópu, fréttir um ungliðastarf sem og niðurstöður nýrra uppgötvana í heimi IBD sjúklinga hvað varðar mögulega "lækningu" og þá sérstaklega hjá börnum sem greinast með IBD.
Nú líður að aðalfundi en hann verður haldinn seinnipartinn í febrúar. Því miður þurfa tveir úr stjórninni að hætta og vantar því tvo nýja félaga í stjórn. Ef þú hefur áhuga á að starfa í stjórninni, endilega hafðu samband á
Við hlökkum til að heyra í ykkur :)
Við ætlum að hittast á fyrsta hittingi ársins á Café Meskí í Skeifunni(hjá Ísbúðinni) miðvikudaginn 24.febrúar kl. 20:00. Þetta er bara létt spjall og kannski fá sér kaffi/kakó og kökusneið. Við héldum fyrsta fundinn þarna og var stemningin góð en fámennt var þó eins og á hinum fundunum, nú er þó komið nýtt ár og nú fjölmennum við á fundi ;)
CCU samtökin voru stofnuð 26. október árið 1995 og eru því 20 ára í dag. Nú ættu allir félagsmenn að vera búnir að fá afmælisblaðið inn um lúguna með boðskorti á afmælismálþing CCU sem verður haldið þann 5. nóvember á Nauthól. Hvetjum alla sem geta til þess að mæta, hlusta á fjóra flotta fyrirlestra og þiggja veitingar á eftir. Skráning á
Heilsulæsi í þína þágu !
Minnum á fræðslufundinn næsta þriðjudag, þann 6. Október. Björn Hermannsson heilsumarkþjálfi fjallar um hvernig hægt er að bæta eigin heilsu og breyta lífsstílnum þannig að þú verðir besta útgáfan af sjálfum þér. Hann mun ræða um ýmsar hliðar IBD af eigin reynslu, benda á gagnlegar upplýsingar um sjúkdómana og svara spurningum úr sal.
Fundurinn hefst kl 20.00 í sal Vistor, Hörgatúni 2, Garðabæ.
Allir velkomnir !
Við í Ungliðahóp CCU ætlum í keilu saman miðvikudaginn 9.september í keiluhöllinni í Egilshöll. Mæting kl 20.00.
Allir ungliðar með Colitis Ulcerosa og Crohn's innan eða utan samtakanna á aldrinum 16-30 ára eru velkomnir og kostar ykkur ekki krónu :)
Vonumst til að sjá sem flesta :)
Nú er fréttabréfið fyrir júlímánuð komið út og smá sumarfrí framundan hjá stjórninni. Næsta fréttabréf kemur út í september og fyrsti fræðslufundur haustsins verður í lok sama mánaðar.
Hafið það sem allra best í sumar !
Komið er út nýtt EFFCA tímarit og finna má áhugavert efni um það sem er að gerast hjá EFFCA ásamt sögum og upplýsingum um IBD frá ýmsum stöðum í heiminum. Kynntur er alþjóðlegi IBD dagurinn sem verður haldinn þann 19.maí. Ungliðahópur EFFCA hefur einnig skoðað aðra valkosti þegar kemur að barneignum heldur en hefðbunda meðgöngu. Tekið var viðtal við tvær konur með IBD sem hafa gengið í gegnum margt til að eignast barn. Að lokum er vísindaleg grein um nýtt lyf sem hefur enn sem komið er gefið góða raun og er umtalað í IBD samfélaginu.