Næsti fræðslufundur verður þriðjudagskvöldið 7. nóvember. Að þessu sinni er það Guðrún Darshan, hómópati og kundalini jógakennari sem ætlar að koma til okkar. Hún mun m.a. miðla af visku sinni hvernig djúpslökun, öndun og hugleiðsla getur hjálpað okkur í amstri dagsins. Kundalini jóga kemur jafnvægi á innkirtlakerfið, taugakerfið og ónæmiskerfið auk þess að styrkja huga og líkama. Það kennir okkur að eiga nærandi samband við okkar innri mann. Fundurinn er í sal Vistor, Hörgatúni 2 Garðabær og hefst kl. 20:00