CCU - Crohn’s og Colitis Ulcerosa samtökin
  • Sáraristilbólga - Colitis Ulcerosa

    • Langvinnur bólgusjúkdómur í þörmum
    • Kemur fram í ristli og / eða endaþarmi
    • Einkenni eru m.a. blóðugur niðurgangur og verkir
    • Orsakir eru óþekktar og oftast er meðhöndlað með lyfjum
  • Svæðisgarnabólga - Crohn's sjúkdómur

    • Langvinnur bólgusjúkdómur í þörmum
    • Algengastur í neðsta hluta smáþarma
    • Greinist yfirleitt í ungum einstaklingum
    • Orsakir eru óþekktar og oftast er meðhöndlað með lyfjum
  • Helstu markmið CCU samtakanna

    • Stuðningur við nýgreinda einstaklinga
    • Stuðla að aukinni almennri þekkingu um sjúkdómana
    • Stuðla að útgáfu og þýðingu á fræðsluefni
    • Að starf samtakanna nái um land allt
  • CCU samtökin voru stofnuð í október árið 1995

    Samtökin eru hagsmunasamtök fólks með Svæðisgarnabólgu - Crohn's
    sjúkdóm og Sáraristilbólgu - Colitis Ulcerosa

Næsti fræðslufundur CCU

3. október 2024

Nýjasta fréttabréfið

Líkaðu við okkur

Næsti fræðslufundur hjá okkur verður miðvikudagskvöldið 27. september og hefst kl. 20:00.

Þorbjörg Hafsteinsdóttir er hjúkrunarfræðingur, næringarþerapisti og markþjálfi. Síðustu 17 ár hefur hún sótt fræðslu og endurmenntun í hagnýtri lækningarfræði og -næringu hjá “Institute for Functional Medicine” i USA. Hún sótti einnig nám í endurmenntun Háskóla íslands árið 2014 í “Cognitive Behavior Therapy and mindfullness” og sama ár útskrifaðist hún sem yogakennari frá Yoga Shala Reykjavík.

Hún hefur skrifað heilsu- og næringarbækur sem miða m.a. að því að tengja saman mataræði, heilsu, heilbrigði og geðheilsu þannig að við eigum örugglega von á fróðlegum fyrirlestri.

Fundurinn er í sal Vistor, Hörgatúni 2 Garðabæ. Að venju verður kaffi á könnunni og eitthvað létt og gott með. Hlökkum til að sjá ykkur sem flest.