Sigurjón Vilbergsson meltingarlæknir kom í viðtal á Bylgjunni og talaði um hægða transplant, hér er hægt að nálgast viðtalið. Hvað er hægða transplant?
Er ekki kominn tími til að félagið eignist merki ?
Í tilefni af nýrri heimasíðu hafa CCU samtökin ákveðið að standa fyrir samkeppni um merki/lógó fyrir félagið. Merkið verður notað á heimasíðuna,fréttabréf, bæklinga, plaköt og annað efni sem samtökin senda frá sér.
Tillögum skal skila inn fyrir 1. febrúar 2014, merktum :
“SAMKEPPNI CCU”
annað hvort með email:
Tillögum að merkinu má bæði skila inn á tölvutæku formi sem jpg skrá eða handteiknuðu. Á næsta aðalfundi félagsins sem verður í febrúar 2014, verða veitt verðlaun fyrir fyrsta sætið að upphæð 40.000 kr. Félagið áskilur sér rétt til að hafna öllum tillögum.
Samkeppnin er öllum opin og hvetjum við félagsmenn til að taka þátt. Einnig viljum við biðja ykkur um að hvetja aðra til að senda inn tillögur
Stefán Steinsen og Sigurjón Vilbergsson læknar ræddu um sáraristilbólgu í bítinu á Bylgjunni, hægt er að hlusta á það hér Í bítið Viðtal
Næsti fundur hjá okkur er þriðjudaginn 19.nóvember í salnum hjá Vistor. Fundurinn byrjar kl: 20:00 og húsið opnar 19:45
Fyrirlesari er Anna Sigríður Pálsdóttir Dómkirkjuprestur. Hún ætlar að meðal annars að fjalla um meðvirkni og hvaða áhrif langvinnur sjúkdómur getur haft á fjölskylduna, nýjar hugsanir, ný viðhorf og hvernig við getum sjálf tekist á við lífið í nýjum aðstæðum.
Kaffi verður á könnunni og eitthvað gómsætt með
Stómasamtökin bjóða CCU samtökunum að mæta á fræðslufund um áhrif langvarandi veikinda á maka/fjölskyldu á Skógarhlíð 8 (hús Krabbameinsfélagsins) fimmtud. 3. okt. kl. 20.
Fyrirlesari er Mjöll Jónsdóttir, sálfræðingur.
Hafin er rannsókn á vegum Rannsóknarstofu í næringarfræði sem er styrkt af Vísindasjóði Landspítala. Markmið rannsóknarinnar er að kanna mataræði og næringarástand hjá sjúklingum með bólgusjúkdóma í meltingarvegi. Mjög lítið er vitað um hvaða hlutverki mataræði gegnir og því erfitt að ráðleggja sértækt mataræði. Niðurstöður gera vonandi mögulegt að fi nna út hvaða fæðuþættir valda versnun einkenna og hvaða mataræði minnkar einkenni sjúklinga með sáraristilsbólgu og Crohn´s sjúkdóm. Þessi rannsókn er hluti af námssverkefni Jónu Bjarkar Viðarsdóttur sem er í meistaranámi í næringarfræði við Matvæla- og næringarfræðideild Háskóla Íslands.
Athugið að þeir sem eru búnir að svara spurningalistanum á LSH (í remicade meðferð) þurfa ekki að mæta aftur.
Eirberg er staðsett uppvið Landspítala á Hringbraut. Ef keyrt er frá Eiríksgötu
inn á plan er Eirberg strax á vinstri hönd. Við verðum með afnot af
kennslustofu nr 103 C.Við biðlum til fólks með Crohn´s og sáraristilsbólgu að mæta á opið hús í Eirbergi Hringbraut stofu 103C milli kl 16-20 þriðjudaginn 24. september og svara spurningalista um mataræði.
Léttar veitingar í boði
Fyrsti fræðslufundur vetrarins verður miðvikudagskvöldið 18. september í sal Vistor að Hörgatúni 2 Garðabæ. Matthildur Þorláksdóttir heilpraktiker ætlar að vera fyrirlesari og miðla okkur af kunnáttu sinni varðandi mataræði.
Húsið opnar 19:45 og hefst fundurinn kl. 20:00.
Kaffi og létt meðlæti verður í boði og vonumst við til að sjá sem flesta.
Laugardaginn 13. apríl 2013 kl. 14.00-16.30.
Hilton Reykjavík Nordica, A+B sal, Suðurlandsbraut 2, Reykjavík,
Vegna ítrekaðra yfirlýsinga um að lágtekjuhópar hafi notið sérstaks forgangs á síðustu fjórum árum vekur ÖBÍ athygli á að þetta á ekki við um öryrkja. Frá því í janúar 2009 hafa kjör öryrkja versnað og tekjur þeirra haldið áfram að dragast aftur úr tekjum annarra. Þeir höfðu einnig sætt umtalsverðri kjarskerðingu á tímum góðæris.
Öryrkjabandalag Íslands boðar til opins fundar með fulltrúum þeirra stjórnmálaflokka sem bjóða fram til Alþingis 2013. Rætt verður hvernig frambjóðendur ætla að rétta hlut öryrkja á komandi kjörtímabili.
ÖBÍ hvetur alla sem áhuga hafa á málefninu til að mæta á fundinn.
Dagskrá:
Framsöguerindi: Guðmundur Magnússon, formaður Öryrkjabandalags Íslands, fjallar um kjör öryrkja frá hruni.
Kaffihlé
Fulltrúar framboða sitja fyrir svörum.
Fundarstjóri: Sigríður Jóhannsdóttir
Tónmöskvi, táknmáls- og rittúlkun í boði
Allir velkomnir
Bein útsending verður af heimasíðu ÖBÍ
CCU var að taka í notkun nýtt póstkerfi og því gæti verið að við séum aðeins lengur að svara tölvupósti en venjulega svo við biðjum ykkur að sýna biðlund.
Kveðja stjórnin