Næsti fræðslufundur verður mánudagskvöldið 24. nóvember. Fyrirlesari verður Mjöll Jónsdóttir sálfræðingur. Mjöll hefur meðal annars sérhæft sig í að veita þeim stuðning sem eru að takast á við veikindi, hjóna og parameðferðum, ásamt meðferðum við streitu, kvíða, þunglyndi og verkjum. Mjöll hefur einnig sótt námskeið og fyrirlestra í heilsusálfræði. Hún snýst m.a. um að afla sér sálfræðilegrar þekkingar til að stuðla að góðri heilsu og koma þannig í veg fyrir sjúkdóma, finna út hverjir eru í mestri hættu að fá sjúkdóma og af hverju og finna út hvers konar hegðun og reynsla leiðir til góðrar eða slæmrar heilsu. Þetta er mjög áhugaverður hluti sálfræðinnar og eitthvað sem flestir geta nýtt sér.
Fyrirlesturinn hefst kl: 20.00 og verður í sal Vistor, Hörgatúni 2, Garðabæ. Kaffi verður á könnunni og eitthvað gott með.