CCU - Crohn’s og Colitis Ulcerosa samtökin
  • Sáraristilbólga - Colitis Ulcerosa

    • Langvinnur bólgusjúkdómur í þörmum
    • Kemur fram í ristli og / eða endaþarmi
    • Einkenni eru m.a. blóðugur niðurgangur og verkir
    • Orsakir eru óþekktar og oftast er meðhöndlað með lyfjum
  • Svæðisgarnabólga - Crohn's sjúkdómur

    • Langvinnur bólgusjúkdómur í þörmum
    • Algengastur í neðsta hluta smáþarma
    • Greinist yfirleitt í ungum einstaklingum
    • Orsakir eru óþekktar og oftast er meðhöndlað með lyfjum
  • Helstu markmið CCU samtakanna

    • Stuðningur við nýgreinda einstaklinga
    • Stuðla að aukinni almennri þekkingu um sjúkdómana
    • Stuðla að útgáfu og þýðingu á fræðsluefni
    • Að starf samtakanna nái um land allt
  • CCU samtökin voru stofnuð í október árið 1995

    Samtökin eru hagsmunasamtök fólks með Svæðisgarnabólgu - Crohn's
    sjúkdóm og Sáraristilbólgu - Colitis Ulcerosa

Næsti fræðslufundur CCU

14. nóvember 2024

Nýjasta fréttabréfið

Líkaðu við okkur

Takið frá mánudagskvöldið 22.september næstkomandi því þá verður fyrsti fræðslufundur haustsins.  Meltingarsérfræðingurinn Sigurjón Vilbergsson ætlar að heimsækja okkur og velta meðal annars upp þessari spurningu; Skiptir mataræðið máli ?  Matur er svo stór hluti af okkar tilveru og verður fróðlegt að heyra hvað hann hefur til málanna að leggja.  Fundarstaður er sem oft áður salurinn í Vistor, Hörgatúni 2, Garðabæ og hefst hann kl. 20.00.  Kaffi verður á könnunni og eitthvað hollt og gott með.