Laugardaginn 13. apríl 2013 kl. 14.00-16.30.
Hilton Reykjavík Nordica, A+B sal, Suðurlandsbraut 2, Reykjavík,
Vegna ítrekaðra yfirlýsinga um að lágtekjuhópar hafi notið sérstaks forgangs á síðustu fjórum árum vekur ÖBÍ athygli á að þetta á ekki við um öryrkja. Frá því í janúar 2009 hafa kjör öryrkja versnað og tekjur þeirra haldið áfram að dragast aftur úr tekjum annarra. Þeir höfðu einnig sætt umtalsverðri kjarskerðingu á tímum góðæris.
Öryrkjabandalag Íslands boðar til opins fundar með fulltrúum þeirra stjórnmálaflokka sem bjóða fram til Alþingis 2013. Rætt verður hvernig frambjóðendur ætla að rétta hlut öryrkja á komandi kjörtímabili.
ÖBÍ hvetur alla sem áhuga hafa á málefninu til að mæta á fundinn.
Dagskrá:
Framsöguerindi: Guðmundur Magnússon, formaður Öryrkjabandalags Íslands, fjallar um kjör öryrkja frá hruni.
Kaffihlé
Fulltrúar framboða sitja fyrir svörum.
Fundarstjóri: Sigríður Jóhannsdóttir
Tónmöskvi, táknmáls- og rittúlkun í boði
Allir velkomnir
Bein útsending verður af heimasíðu ÖBÍ
CCU var að taka í notkun nýtt póstkerfi og því gæti verið að við séum aðeins lengur að svara tölvupósti en venjulega svo við biðjum ykkur að sýna biðlund.
Kveðja stjórnin
Okkur langar að vekja athygli á greinum sem birtust nýlega um colitis og crohn´s
Hér er hægt að sjá greinarnar
Við þurfum að geta rætt þennan sjúkdóm
Getum ekki verið annað en bjartsýn
Við viljum benda á að Crohns og Colitis Ulcerosa samtökin er skráð góðgerðarfélag í Reykjavíkurmaraþoninu 24. ágúst nk. Fyrir þá sem eru skráðir í hlaupið og vilja hlaupa til góðs fyrir sinn málstað þá er hægt að velja góðgerðarfélag inn á heimasíðu www.hlaupastyrkur.is og haka við CCU samökin.
Þeir sem ekki hlaupa sjálfir geta síðan heitið á þá hlaupara sem hafa skráð sig.
Hlaupastyrkur
Þann 3. desember næstkomandi, á alþjóðadegi fatlaðra, veitir Öryrkjabandalag Íslands, Hvatningarverðlaun sín, sjá slóð á upplýsingar um verðlaunin Hvatningarverðlaun
Tilnefningar fyrir árið 2013 óskast.
Nú leitum við til þín og þíns fólks um hugmyndir að tilnefningum. Veitt verða þrenn verðlaun, ein í hverjum flokki:
- einstaklings
- fyrirtækis/stofnunar
- umfjöllunar/kynningar
til verðugra fulltrúa sem þykja hafa skarað fram úr og endurspeglað nútímalegar áherslur um jafnrétti, sjálfstætt líf og þátttöku fatlaðra í samfélaginu, sem stuðla að einu samfélagi fyrir alla.
Rafrænt eyðublað til útfyllingar, Rafrænt eyðublað
Tilnefningar sendist fyrir 15. september nk.
ATH. Tilnefna má sömu aðila og tilnefndir voru í fyrra ef vitað er að þeir falla undir þau markmið sem sett voru með þessum verðlaunum.
Þann 2.mai næstkomandi ætlar Guðrún Bergmann að vera fyrirlesari á fræðslufundihjá okkur. Hún mun meðal annars fjalla um hvaða ástæður geta verið á bak við bólgur
í líkamanum og til hvaða sjúkdóma viðvarandi bólgur og súrt ástand í líkamanum geta leitt. Jafnframt bendir hún á margar náttúrulegar leiðir sem má nota til að draga úr bólgum, ná bata og auknum krafti á ný, bæta meltinguna og brosa meira. Guðrúnu kannast flestir við og hún er einn af frumkvöðlum hvers kyns sjálfsræktarvinnu hér á landi, bæði með skrifum sínum, fyrirlestrum og námskeiðum.
Á undan er aðalfundur CCU og dagskráin er skv. 4. gr. laga félagsins:
1. Skýrsla stjórnar um starfsemi samtakanna á liðnu tímabili.
2. Endurskoðaðir reikningar lagðir fram til samþykktar.
3. Tillaga stjórnar um starfsemi næsta árs.
4. Kosning stjórnar.
5. Kosning varamanna.
6. Kosning skoðunarmanna reikninga.
7. Tillögur sem hafa borist.
8. Ákvörðun félagsgjalds.
9. Önnur mál.
Fundurinn verður í sal Vistor að Hörgatúni 2, Garðabæ og hefst kl. 19:30. Guðrún byrjar um 20:30.
Kaffi verður á könnunni ásamt léttu meðlæti og vonumst við til að sjá sem flesta.
Hér á heimasíðu CCU má finna flest allar þær uppskriftir sem hafa komið í fréttabréfum. Með því að smella á uppskriftir er hægt að fara beint inn á síðuna. Uppskriftir
Við hjá stjórn CCU myndum gjarnan vilja uppskriftir frá félagsmönnum ef þið eigið einhverjar góðar vinsmlegast sendið á
Stjórn CCU vill hvetja félagsmenn sína til að mæta á kynningu á nýju greiðslukerfi sem tekur gildi núna í maí.
Fundurinn verður haldinn 12.apríl kl 14:00 í Rauða Salnum að Hátúni 12 Reykjavík.
Starfsmaður Sjúkratrygginga Íslands mun sjá um kynninguna.
Hér má sjá glærupakka sem notaður verður við kynninguna:
Kynning Sjúkratryggingar Íslands
Allir eru velkomnir
Kveðja Stjórn CCU
Kynning á nýja greiðslukerfi sem tekur gildi 4. maí nk. verður haldinn 12. apríl nk. kl. 14-15 í Rauða Salnum að Hátúni 12, Rvk. Starfsmaður Sjúkratrygginga Íslands mun sjá um kynninguna.
Nýtt lyfjagreiðslukerfi tekur gildi þann 4. maí. Kerfinu er ætlað að auka jöfnuð milli einstaklinga óháð sjúkdómum. Það er ljóst að það munu verða töluverðar breytingar á greiðsluþátttöku fólks og almennur lyfjakostnaður vegna lyfja sem falla undir greiðsluþrep getur numið allt af kr. 69.415 fullorðna/48.149 börn/öryrkja/ellilífeyrisþega á hverju 12 mánaða tímabili. Börn á aldrinum 18-22 ára falla undir lægra gjaldið en börn yngri en 18 ára á sama heimili flokkast undir sama greiðsluþrepið.