Þann 11. febrúar næstkomandi er boðað til aðalfundar CCU.
Dagskrá fundarins er samkvæmt 4. grein laga félagsins:
1. Skýrsla stjórnar um starfsemi samtakanna á liðnu tímabili.
2. Endurskoðaðir reikningar lagðir fram til samþykktar.
3. Tillaga stjórnar um starfsemi næsta árs.
4. Kosning stjórnar.
5. Kosning varamanna.
6. Kosning skoðunarmanna reikninga.
7. Tillögur sem hafa borist.
8. Ákvörðun félagsgjalds.
9. Önnur mál
Þegar fundi er lokið tekur Birna Huld Helgadóttir við. Hún hefur í nokkur ár tileinkað sér hveiti-, ger- og sykurlaust mataræði. Hún ætlar að kynna fyrir okkur soja-grunn sem hún útfærir á nokkra mismunandi vegu til að fá fjölbreytni í brauðgerðina. Boðið verður upp á smakk á nokkrum gerðum af brauði og vöffl ur verða bakaðar á staðnum úr sömu grunn uppskriftinni.Uppskriftir verða tiltækar og Birna lumar eflaust á nokkrum sniðugum lausnum í matargerðinni.
Fundurinn verður í sal Vistor að Hörgatúni 2, Garðabæ og hefst kl. 20:00. Kaffi verður á könnunni og dásamlegar nýbakaðar heilsuvöfflur.