Aðalfundur CCU var haldinn 11 feb. síðastliðinn. Mæting var vægast sagt mjög dræm en fundurinn fór engu síður fram eftir áður auglýstri dagskrá. Ný stjórn var kosin og í henni eru Edda Svavarsdóttir, Hrönn Petersen, Sigurborg Sturludóttir, Dagbjört Hildur Torfadóttir og Herdís Eva Hermundardóttir. Hún kemur ný inn í stjórn í staðin fyrir Þuríði Rúrí Valgeirsdóttur sem var að hætta og þökkum við henni kærlega fyrir gott samstarf undanfarin ár. Varamenn eru Hrefna B. Jóhannsdóttir og Björn Hermannsson.