Takið frá mánudagskvöldið 22.september næstkomandi því þá verður fyrsti fræðslufundur haustsins. Meltingarsérfræðingurinn Sigurjón Vilbergsson ætlar að heimsækja okkur og velta meðal annars upp þessari spurningu; Skiptir mataræðið máli ? Matur er svo stór hluti af okkar tilveru og verður fróðlegt að heyra hvað hann hefur til málanna að leggja. Fundarstaður er sem oft áður salurinn í Vistor, Hörgatúni 2, Garðabæ og hefst hann kl. 20.00. Kaffi verður á könnunni og eitthvað hollt og gott með.
Jóna Björk Viðarsdóttir mun verja MS ritgerð sína þriðjudaginn 2.sept kl. 14:00 í Eirbergi, (stofa 203C) við Eiríksgötu. Ritgerðin heitir: Neysla og næringarástand einstaklinga með bólgusjúkdóma í meltingarvegi. Markmiðið með rannsókninni var að:
- Kanna mataræði og næringarástand IBD sjúklinga á Íslandi
- Kanna hvaða fæðutegundir eru tengdar sjúkdómsvirkni
- Kanna hvort neysla/takmörkun á ákveðnum fæðutegundum hefði áhrif á næringarástand.
Leiðbeinandi er Alfons Ramel, PhD og prófdómari er Jón Örvar Kristjánsson, lyflækningar og meltingarsjúkdómar.
Jóna býður alla velkomna á fyrirlesturinn.
Ætlar þú að hlaupa til góðs í Reykjavíkurmaraþoninu ? CCU samtökin eru skráð sem eitt af góðgerðarfélögunum í hlaupinu sem fer fram þann 23. ágúst næstkomandi. Fjölmargir einstaklingar hlaupa til góðs og enn fleiri heita á þá sem hlaupa. Þannig leggja margir lið og styrkja gott málefni.
Ef þú vilt hlaupa til góðs og safna áheitum fyrir CCU samtökin getur þú skráð þig í hlaupið á marathon.is og ef þú vilt heita á einhvern þá geturðu smellt hér og valið hlaupagarp.
Við þökkum kærlega bæði þeim sem hlaupa og þeim sem heita á fyrir stuðninginn og gangi ykkur vel.
Með fyrirfram þökk, CCU samtökin
Rukkun fyrir félagsgjöldunum 2014 birtist í heimabönkum félagsmanna um miðjan Júní. Eins og fyrri ár sendum við ekki út gíróseðla heldur bara rukkun í heimabanka. Síðustu ár áttu sumir í vandræðum með að greiða reikninginn en það á að vera búið að laga þá villu. Ef einhver er ennþá í vandræðum, þarf að eyða nafni félagsins í skýringum vegna úrfellingarmerkisins í Chron´s og þá á að vera hægt að greiða án vandræða.
Í tilefni af alþjóðlegum IBD degi sem er 19. maí (Inflammatory Bowel Disease) viljum við biðja alla sem geta og vilja, að setja “badge” inn á fésbókarsíður sínar og fá fólk til að deila merkinu. Með þessu viljum við reyna að auka almenna vitund á málefninu og vekja athygli á deginum. Smellið á merkið hér fyrir neðan til að sækja það og bæta því við fésbókina ykkar. Nánari upplýsingar um daginn og merkið er á fésbókarsíðunni.
Heill heimur stendur fyrir ráðstefnunni “Flott flóra - leiðin til að tóra" sem fjallar um bakteríuflóruna í meltingarveginum. Ráðstefnan verður haldin 14. maí 2014 í Salnum, Kópavogi frá kl. 13-16:30.
Nýtt EFCCA blað er komið út, hægt er að nálgast það hér
Viljum minna á að þjónustuver Sjúkratrygginga Íslands flutti um sl. áramót í nýtt húsnæði að Vínlandsleið 16 í Grafarholti og er opið alla virka daga frá kl 10-15. SÍ annast framkvæmd sjúkratrygginga og slysatrygginga og því veitir nýtt þjónustuver á Vínlandsleið þjónustu m.a. vegna:
Móttöku á reikningum vegna heilbrigðisþjónustu
- Læknishjálpar
- Tannlækninga
- Lyfjamála
- Slysatrygginga
- Sjúklingatryggingar
- Hjálpartækja
- Sjúkradagpeninga
- Ferðakostnaðar
- Sjúkra-, iðju- og talþjálfunar
- Evrópska sjúkratryggingakortsins
- Endurgreiðslu erlends sjúkrakostnaðar
- Skráningar í tryggingaskrá við flutning til Íslands
Tryggingayfirlýsinga vegna ferða, flutnings og vinnu milli landa
Viljum minna á fræðslufundinn í kvöld 6. mars. Inga Kristjánsdóttir næringarþerapisti að halda fyrirlestur um mataræði og heilsu. Inga er einkaþjálfari og lærði næringarþerapíu í CET, eða Center for Ernæring og Terapi í Danmörku. Hún lauk námi vorið 2006.
Fundarstaður er Skógarhlíð 8, 1. hæð til hægri og hefst fundurinn kl. 20.00. Kaffi verður á könnunni, eitthvað létt og ljúff engt með og vonumst við til að sjá sem flesta.