Fimmtudaginn 7.mars næstkomandi verður sameiginlegur fræðslufundur með stómasamtökunum. Fyrirlesari er jógakennarinn Geir Ólafsson sem starfar hjá Yoga Shala. Hann ætlar að fræða okkur aðeins um jóga og kenna okkur nokkrar æfingar fyrir öndun og slökun. Það þarf ekki að koma með neitt með sér, heldur sitjum við bara eins og venjulega og tökum þátt. Fundarstaður er húsnæði Krabbameinsfélagsins Skógarhlíð 8, 1.hæð til hægri. Húsið opnar kl. 19:30 og fundurinn byrjar kl. 20:00. Léttar veitingar verða í boði og vonumst við til að sjá ykkur sem flest.
Öryrkjabandalag Íslands boðar til opins fundar með fulltrúum þeirra stjórnmálaflokka sem bjóða fram til Alþingis 2013. Rætt verður hvernig frambjóðendur sjá fyrir sér framtíð mannréttindasáttmála Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks á Íslandi. ÖBÍ hvetur fatlað fólk, þá sem vinna að málefnum fatlaðs fólks og alla sem áhuga hafa á málefninu til að mæta á fundinn þar sem sáttmálinn verður stefnumótandi í málefnum fatlaðs fólks í framtíðinni.
Framsöguerindi
Sagan, samhengið og hugmyndafræðin að baki sáttmála SÞ um réttindi fatlaðs fólks: Rannveig Traustadóttir, prófessor í fötlunarfræðum við HÍ
Skyldur íslenska ríkisins samkvæmt sáttmála SÞ um réttindi fólks með fötlun: Brynhildur Flóvenz, dósent við lagadeild HÍ
Fulltrúar framboða sitja fyrir svörum frá
Guðmundi Magnússyni, formanni Öryrkjabandalags Íslands
Gerði A. Árnadóttur, formanni Landssamtakanna Þroskahjálpar
Margréti Steinarsdóttur, framkvæmdastjóra Mannréttindaskrifstofu Íslands
Bein útsending frá fundinum hér
Fundurinn verður á Hilton Reykjavík Nordica, A salur, miðvikudaginn 20. febrúar 2013 kl. 14.00-16.00
Boðið verður upp á veitingar í upphafi fundar og táknmáls- og rittúlkun verður í boði.
Fyrir ári síðan var haldin ráðstefna í Barcelona á Spáni sem ber nafnið “Join The Fight” Þar var stefnt saman blaðamönnum og einstaklingum með IBD, hvaðanæfa að úr heiminum. Tilgangurinn með ráðstefnunni var að vekja almenna athygli og sameina raddir þeirra fjöldamörgu einstaklinga í heiminum sem eru með bólgusjúkdóma í meltingarvegi. Talið er að í Evrópu einni séu meir en 2,2 milljónir manna með IBD. Efcca sá um skipulagningu á þeirri ráðstefnu og tókst hún alveg frábærlega vel að mati þeirra sem tóku þátt. CCU var þar á meðal og við vorum mjög ánægð með þau viðbrögð sem við fengum við grein sem birtist á MBL.is þann 26.febrúar 2012.
Þann 13. til 14.febrúar næstkomandi á að endurtaka ráðstefnuna. Að þessu sinni verður hún haldin samhliða 8. þingi meltingarlækna í Evrópu (Ecco) í Vínarborg í Austurríki sem sjá einnig um skipulagninguna og greiða kostnað þátttakenda. Megin áhersla ráðstefnunnar í ár er á ungt fólk með IBD og hvaða áhrif það hefur á daglegt líf ungs fólks að vera með langvarandi meltingarsjúkdóm. Talsmenn Efcca verða tveir; Marco Grecco formaður og Daniel Sundstein sem er leiðtogi ungliðahreyfingar Efcca og mun hann flytja erindi sem ber heitið: “Ungur, veikur en tilbúinn að berjast”
Efcca hefur gerið út blað í nokkur ár og núna í janúar kom út fyrsta tölublaðið á þessu ári. Í blaðinu eru fréttir, viðtöl og greinar frá aðildarfélögum Efcca og gaman að sjá hvað önnur sjúklingasamtök eru að gera. Aftarlega í blaðinu er lítil grein frá Íslandi.
Blaðið má finna hér: Efcca blaðið
Næsti fræðslufundur verður sameiginlegur fundur CCU og Stómasamtakanna.
Hann verður haldinn fimmtudagskvöldið 7.mars næstkomandi í Skógarhlíð 8, 1.hæð.
Fundarefni og tími verður nánar auglýst síðar.
Ósóttar endurgreiðslur og afgreiðsla lyfjaskírteina hjá Sjúkratryggingum Íslands
Næstu vikuna munu Sjúkratryggingar Íslands (SÍ) setja auglýsingar í loftið undir yfirskriftinni „Átt þú inni endurgreiðslu vegna heilbrigðisþjónustu“ og „Átt þú von á lyfjaskírteini“ þar sem stofnunin mun kynna annars vegar ósóttar endurgreiðslur og hins vegar afgreiðslu lyfjaskírteinis.
Þriðjudaginn 4.desember næstkomandi kemur Fanney Karlsdóttir aftur til okkar og með henni kemur Margrét Alice Birgisdóttir. Hún er með Colitis, fór í sama nám og Fanney og hefur líka verið lyfjalaus í þónokkur ár.
Þær ætla að tala um mataræðið sem þær nota, t.d. hvaða valkosti við höfum aðra en hina hefðbundnu. Hvað við getum sett í staðin fyrir það sem við viljum taka út og þar með gert mataræðið okkar hollara. Þær ætla líka að taka jólamatinn fyrir og verða eflaust með góða kosti fyrir okkur í þeim málum.
Fundurinn verður á sama stað og síðast, í sal Vistor, Hörgatúni 2 Garðabæ og hefst kl. 20:00. Húsið opnar kl. 19:45.
Kaffi verður á könnunni og hollt góðgæti með.
Vonumst til að sjá sem flesta.
ER HÆGT AÐ KOMA Í VEG FYRIR RISTILKRABBAMEIN ? 31. OKTÓBER KL. 16.05 Í HRINGSAL LANDSPÍTALANS VIÐ HRINGBRAUT
DAGSKRÁ
16.05 Skimun sem forvörn:
Ásgeir Theódórsson, Sérfræðingur í meltingarsjúkdómum
16.30 Aðrar forvarnir:
Sigurjón Vilbergsson, Sérfræðingur í lyflæknisfræði og meltingarsjúkdómum
16.55 Afhending ferðastyrkja
17.15 Kaffi og kleinur