CCU - Crohn’s og Colitis Ulcerosa samtökin
  • Sáraristilbólga - Colitis Ulcerosa

    • Langvinnur bólgusjúkdómur í þörmum
    • Kemur fram í ristli og / eða endaþarmi
    • Einkenni eru m.a. blóðugur niðurgangur og verkir
    • Orsakir eru óþekktar og oftast er meðhöndlað með lyfjum
  • Svæðisgarnabólga - Crohn's sjúkdómur

    • Langvinnur bólgusjúkdómur í þörmum
    • Algengastur í neðsta hluta smáþarma
    • Greinist yfirleitt í ungum einstaklingum
    • Orsakir eru óþekktar og oftast er meðhöndlað með lyfjum
  • Helstu markmið CCU samtakanna

    • Stuðningur við nýgreinda einstaklinga
    • Stuðla að aukinni almennri þekkingu um sjúkdómana
    • Stuðla að útgáfu og þýðingu á fræðsluefni
    • Að starf samtakanna nái um land allt
  • CCU samtökin voru stofnuð í október árið 1995

    Samtökin eru hagsmunasamtök fólks með Svæðisgarnabólgu - Crohn's
    sjúkdóm og Sáraristilbólgu - Colitis Ulcerosa

Næsti fræðslufundur CCU

14. nóvember 2024

Nýjasta fréttabréfið

Líkaðu við okkur

Laugardaginn 13. apríl 2013 kl. 14.00-16.30.
Hilton Reykjavík Nordica, A+B sal, Suðurlandsbraut 2, Reykjavík,

Vegna ítrekaðra yfirlýsinga um að lágtekjuhópar hafi notið sérstaks forgangs á síðustu fjórum árum vekur ÖBÍ athygli á að þetta á ekki við um öryrkja. Frá því í janúar 2009 hafa kjör öryrkja versnað og tekjur þeirra haldið áfram að dragast aftur úr tekjum annarra. Þeir höfðu einnig sætt umtalsverðri kjarskerðingu á tímum góðæris.

Öryrkjabandalag Íslands boðar til opins fundar með fulltrúum þeirra stjórnmálaflokka sem bjóða fram til Alþingis 2013. Rætt verður hvernig frambjóðendur ætla að rétta hlut öryrkja á komandi kjörtímabili.

ÖBÍ hvetur alla sem áhuga hafa á málefninu til að mæta á fundinn.

Dagskrá:

Framsöguerindi: Guðmundur Magnússon, formaður Öryrkjabandalags Íslands, fjallar um kjör öryrkja frá hruni.

Kaffihlé

Fulltrúar framboða sitja fyrir svörum.

Fundarstjóri: Sigríður Jóhannsdóttir

Tónmöskvi, táknmáls- og rittúlkun í boði

Allir velkomnir

Bein útsending verður af heimasíðu ÖBÍ