Við minnum á fræðslufundinn sem haldinn verður á fimmtudaginn. Þetta er sameiginlegur fundur með Stóma samtökunum.
Fundarstaður er Skógarhlíð 8, fyrsta hæð til hægri og hefst fundurinn kl: 19:30.
Sálfræðingurinn Kristbjörg Þórisdóttir ætlar að kynna fyrir okkur hugræna atferlismeðferð sem er ein viðurkenndasta og gagnreyndasta meðferðin sem notuð er í dag til þess að takast á við ýmsa erfiðleika í daglegu lífi. Hún mun kynna grundvallaratriði HAM en einnig fjalla almennt um vellíðan frá degi til dags og það er eitthvað sem við öll þurfum á að halda. Kristbjörg starfar sem sálfræðingur á þjónustumiðstöð Breiðholts og er með diplomagráðu í fötlunarfræðum. Hennar starfsreynsla kemur mestmegnis úr málaflokki fatlaðs fólks en hún hefur einnig tekið að sér nokkur
sérverkefni fyrir Svæðisskrifstofu málefna fatlaðra og fleiri aðila.
Léttar veitingar verða í boði og við hlökkum til að sjá ykkur
Þann 29. mai síðastliðinn var aðalundur CCU haldinn. Tveir stjórnarmenn voru að hætta í stjórn og viljum við nota tækifærið og þakka þeim kærlega fyrir gott og skemmtilegt samstarf undanfarin ár og vel unnin störf fyrir félagið !!
Mæting á aðalfundinn var hinsvegar mjög dræm og náðist ekki að skipa fulla stjórn. Ef það eru einhverjir félagsmenn sem hafa áhuga á að starfa í stjórn eða vilja koma að einstökum verkefnum, endilega hafið samband við okkur á
En þótt við höfum ekki náð að fullskipa stjórnina, erum við ekkert að leggja árar í bát. Við erum í samstarfi við Stómasamtökin með fundahaldog erum með aðstöðu í litlum fundarsal á 1. hæð að Skógarhlíð 8 (hús Krabbameinsfélagsins). Meðal verkefna vetrarins hjá okkur er að halda áfram að bæta heimasíðuna og vinna úr þeim ábendingum og óskum sem við fengum frá félagsmönnum í úthringiverkefninu.
Vonandi verður þetta góður og skemmtilegur vetur hjá okkur og við hlökkum til að sjá ykkur á fræðslufundunum í Skógarhlíðinni.
Edda Svavarsdóttir
Nýtt fréttabréf er komið út. það má finna undir fræðsluefni – fréttabréf. Fundir vetrarins eru ekki alveg komnir á hreint en það er búið að dagsetja tvo fundi og verða þeir haldnir að Skógarhlíð 8 1. hæð kl 19:30.
Fundirnir verða sameiginlegir með Stóma samtökunum verður sá fyrsti haldinn þann 3.nóv og verður fyrirlesari og fundarefni tilkynnt siðar.
Á fundi 1. mars 2012 verða tveir fyrirlesarar, lyflæknir og skurðlæknir. Fjallað verður meðal annars um valkosti sjúklinga, meðferðarúrræði og nýjungar í lyfjum.
Þann 14 maí síðastliðinn héldu CCU samtökin upp á alþjóðlegan IBD dag. Þetta var í fyrsta skiptið sem við tókum þátt og ákvað stjórninn að reyna gera eitthvað sem myndi vekja athygli á málstað okkar. Við mættum í Smáralindina um hádegið á laugardeginum og hlóðum upp smá “klósettpappírsfjalli” sem Papco gaf samtökunum og erum við mjög þakklát fyrir þann stuðning. Við vorum þarna fram eftir degi, dreifðum bæklingum og klósettrúllum til fólks og reyndum með því að vekja athygli þeirra á sjúkdómunum og samtökunum.
Aðalfundur CCU Samtakanna var haldinn þann 26. maí síðastliðinn. Fundarstjóri var kjörin Berglind G. Beinteinsdóttir og Hrönn Petersen fundarritari. Á dagskrá voru hefðbundinn aðalfundarstörf. Katrín Jónsdóttir þáverandi formaður fór yfir skýrslu stjórnar og Edda gjaldkeri fór yfir reikninga samtakanna fyrir síðasta starfsár og voru þeir samþykktir. Tillaga stjórnar um að árgjald félagsins yrði óbreytt eða kr. 2.000 á ári var samþykkt. Því miður tókst ekki að fylla í öll sæti stjórnar en eftirfarandi voru kjörnir í stjórn:
Edda Svavarsdóttir, formaður
Hrönn Petersen, gjaldkeri
Berglind G. Beinteinsdóttir, meðstjórnandi.
Í varastjórn voru kjörnar þær:
Svala Sigurgarðarsdóttir
Hrefna Jóhannsdóttir
Endurskoðendur:
Þórey Matthíasdóttir
Emil Birgir Hallgrímsson.
Eftir aðalfundinn var Edda Björgvinsdóttir með stórskemmtilegan fyrirlestur um húmor og heilsu og minnti fundarmenn á mikilvægi endorfins, dopamins, Oxytosin og Seratonin til að styrkja ónæmiskerfið. Nokkrar leiðir til að auka þessi hormóní líkamanum er t.d. með hreyfingu, raddbeitingu, hlátri, listsköpun og gera góðverk. Á heimasíðu Eddu eddabjorgvins.is má finna efni sem er til þess fallið að koma sér í gott skap og uppskrift að daglegum gleðiæfingum.
Við í stjórn viljum minna á aðalfundinn á morgun, hann hefst kl 19:30 og verður haldinn í sal Krabbameinsfélagsins Skógarhlíð 8, 105 Reykjavík Eftir fundinn verður Edda Björgvins með fyrirlestur. Við vonumst til að sjá sem flesta.
Kæru félagsmenn
Við í stjórn CCU viljum minna á Alþjóðlega IBD daginn sem verður haldinn þann 19 maí, en við ætlum að halda upp á hann í dag með því að vera með smá kynningu á samtökunum í Smáralind frá kl 13-15:30. Við viljum endilega hvetja félagsmenn til að mæta. Ætlunin er að gera eitthvað öðruvísi og byggja fjall úr klósettpappír. Vonandi sjáum við sem flesta.
Það væri mjög gott að fá aðstoð frá nokkrum félagsmönnum, laugardaginn
14.mai. Við ætlum að vera í Smáralindinni frá kl 13 til 16 og fræða þá sem
vilja um sjúkdómanna og félagið.
Endilega sendið okkur póst á netfangið
vera með, fyrir þriðjudaginn 10.mai.
Kveðja, stjórnin
Alþjóðlegur IBD-dagur verður haldinn hátíðlegur í yfir 20 löndum um allan heim. CCU- samtökin munu ekki láta sitt eftir liggja og verða í Smáralindinni 14. maí milli kl. 13-16. Þar verða samtökin sem og sjúkdómarnir kynntir á skemmtilegan máta. Við hvertjum alla til að koma, líta við og sýna stuðning okkar.
Aðalfundur CCU- samtakanna verður haldinn þann 26 maí næstkomandi kl 19:30. Fundurinn verður haldinn í sal Krabbameinsfélagsins að Skógarhlíð 8.
Dagskrá:
Skýrsla stjórnar
Reikningar lagðir fram til samþykktar
Kosning stjórnar
Kosning, skoðunarmenn reikninga
Ákvörðun um félagsgjald
Önnur mál
Svo eftir aðalfundinn kemur Edda Björgvinsdóttir til með að kítla hláturtaugarnar, með skemmtilegum fyrirlestri um gleði og hamingju. Við viljum endilega hvetja sem flesta félagsmenn til að mæta því nú er komið að því að kjósa í nýja stjórn og það eru 3 sæti laus. Nauðsynlegt er að hafa fullskipaða stjórn til þess að félagið getið haldið áfram að vaxa og dafna.