CCU - Crohn’s og Colitis Ulcerosa samtökin
  • Sáraristilbólga - Colitis Ulcerosa

    • Langvinnur bólgusjúkdómur í þörmum
    • Kemur fram í ristli og / eða endaþarmi
    • Einkenni eru m.a. blóðugur niðurgangur og verkir
    • Orsakir eru óþekktar og oftast er meðhöndlað með lyfjum
  • Svæðisgarnabólga - Crohn's sjúkdómur

    • Langvinnur bólgusjúkdómur í þörmum
    • Algengastur í neðsta hluta smáþarma
    • Greinist yfirleitt í ungum einstaklingum
    • Orsakir eru óþekktar og oftast er meðhöndlað með lyfjum
  • Helstu markmið CCU samtakanna

    • Stuðningur við nýgreinda einstaklinga
    • Stuðla að aukinni almennri þekkingu um sjúkdómana
    • Stuðla að útgáfu og þýðingu á fræðsluefni
    • Að starf samtakanna nái um land allt
  • CCU samtökin voru stofnuð í október árið 1995

    Samtökin eru hagsmunasamtök fólks með Svæðisgarnabólgu - Crohn's
    sjúkdóm og Sáraristilbólgu - Colitis Ulcerosa

Næsti fræðslufundur CCU

14. nóvember 2024

Nýjasta fréttabréfið

Líkaðu við okkur

Ég greindist með Crohn’s síðla árs 2004, þá 16 ára gamall. Ég hóf strax lyfjameðferð við sjúkdómnum sem gekk ágætlega. Lyfin hættu þó að virka 2 árum seinna en þá var skipt yfir í annað lyf, Remicade.
Þrátt fyrir að Crohn’s sé meltingarsjúkdómur telja almenn læknavísindi enn að mataræði skipti litlu sem engu máli í þróun hans og því hélt ég áfram að borða nokkurn veginn það sem mig langaði í.
Það var svo ekki fyrr en sumarið 2011 að ég fór sjálfur að pæla í mataræðinu og tók að viða að mér ýmsum upplýsingum. Ég kynnti mér málið vel og tók svo ákvörðun um að hætta að taka lyf og breyta í staðinn algjörlega um mataræði í von um að vinna bug á þessum hvimleiða sjúkdómi.
Ég ákvað svo að blogga um allt ferlið svo aðrir gætu notið góðs af reynslu minni.

veganmatur.blogspot.com

Kveðja,
Arnar

Vinsamlegast athugið að nýlega birtist viðtal við Arnar á visir.is það má sjá hér Viðtal Arnar