Fimmtudaginn 7.mars næstkomandi verður sameiginlegur fræðslufundur með stómasamtökunum. Fyrirlesari er jógakennarinn Geir Ólafsson sem starfar hjá Yoga Shala. Hann ætlar að fræða okkur aðeins um jóga og kenna okkur nokkrar æfingar fyrir öndun og slökun. Það þarf ekki að koma með neitt með sér, heldur sitjum við bara eins og venjulega og tökum þátt. Fundarstaður er húsnæði Krabbameinsfélagsins Skógarhlíð 8, 1.hæð til hægri. Húsið opnar kl. 19:30 og fundurinn byrjar kl. 20:00. Léttar veitingar verða í boði og vonumst við til að sjá ykkur sem flest.