CCU - Crohn’s og Colitis Ulcerosa samtökin
  • Sáraristilbólga - Colitis Ulcerosa

    • Langvinnur bólgusjúkdómur í þörmum
    • Kemur fram í ristli og / eða endaþarmi
    • Einkenni eru m.a. blóðugur niðurgangur og verkir
    • Orsakir eru óþekktar og oftast er meðhöndlað með lyfjum
  • Svæðisgarnabólga - Crohn's sjúkdómur

    • Langvinnur bólgusjúkdómur í þörmum
    • Algengastur í neðsta hluta smáþarma
    • Greinist yfirleitt í ungum einstaklingum
    • Orsakir eru óþekktar og oftast er meðhöndlað með lyfjum
  • Helstu markmið CCU samtakanna

    • Stuðningur við nýgreinda einstaklinga
    • Stuðla að aukinni almennri þekkingu um sjúkdómana
    • Stuðla að útgáfu og þýðingu á fræðsluefni
    • Að starf samtakanna nái um land allt
  • CCU samtökin voru stofnuð í október árið 1995

    Samtökin eru hagsmunasamtök fólks með Svæðisgarnabólgu - Crohn's
    sjúkdóm og Sáraristilbólgu - Colitis Ulcerosa

Næsti fræðslufundur CCU

13. febrúar 2025

Nýjasta fréttabréfið

Líkaðu við okkur

Fimmtudaginn 7.mars næstkomandi verður sameiginlegur fræðslufundur með stómasamtökunum. Fyrirlesari er jógakennarinn Geir Ólafsson sem starfar hjá Yoga Shala. Hann ætlar að fræða okkur aðeins um jóga og kenna okkur nokkrar æfingar fyrir öndun og slökun. Það þarf ekki að koma með neitt með sér, heldur sitjum við bara eins og venjulega og tökum þátt. Fundarstaður er húsnæði Krabbameinsfélagsins Skógarhlíð 8, 1.hæð til hægri. Húsið opnar kl. 19:30 og fundurinn byrjar kl. 20:00. Léttar veitingar verða í boði og vonumst við til að sjá ykkur sem flest.