CCU - Crohn’s og Colitis Ulcerosa samtökin
  • Sáraristilbólga - Colitis Ulcerosa

    • Langvinnur bólgusjúkdómur í þörmum
    • Kemur fram í ristli og / eða endaþarmi
    • Einkenni eru m.a. blóðugur niðurgangur og verkir
    • Orsakir eru óþekktar og oftast er meðhöndlað með lyfjum
  • Svæðisgarnabólga - Crohn's sjúkdómur

    • Langvinnur bólgusjúkdómur í þörmum
    • Algengastur í neðsta hluta smáþarma
    • Greinist yfirleitt í ungum einstaklingum
    • Orsakir eru óþekktar og oftast er meðhöndlað með lyfjum
  • Helstu markmið CCU samtakanna

    • Stuðningur við nýgreinda einstaklinga
    • Stuðla að aukinni almennri þekkingu um sjúkdómana
    • Stuðla að útgáfu og þýðingu á fræðsluefni
    • Að starf samtakanna nái um land allt
  • CCU samtökin voru stofnuð í október árið 1995

    Samtökin eru hagsmunasamtök fólks með Svæðisgarnabólgu - Crohn's
    sjúkdóm og Sáraristilbólgu - Colitis Ulcerosa

Næsti fræðslufundur CCU

14. nóvember 2024

Nýjasta fréttabréfið

Líkaðu við okkur

Öryrkjabandalag Íslands boðar til opins fundar með fulltrúum þeirra stjórnmálaflokka sem bjóða fram til Alþingis 2013. Rætt verður hvernig frambjóðendur sjá fyrir sér framtíð mannréttindasáttmála Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks á Íslandi. ÖBÍ hvetur fatlað fólk, þá sem vinna að málefnum fatlaðs fólks og alla sem áhuga hafa á málefninu til að mæta á fundinn þar sem sáttmálinn verður stefnumótandi í málefnum fatlaðs fólks í framtíðinni.

Framsöguerindi

Sagan, samhengið og hugmyndafræðin að baki sáttmála SÞ um réttindi fatlaðs fólks: Rannveig Traustadóttir, prófessor í fötlunarfræðum við HÍ

Skyldur íslenska ríkisins samkvæmt sáttmála SÞ um réttindi fólks með fötlun: Brynhildur Flóvenz, dósent við lagadeild HÍ

Fulltrúar framboða sitja fyrir svörum frá

Guðmundi Magnússyni, formanni Öryrkjabandalags Íslands

Gerði A. Árnadóttur, formanni Landssamtakanna Þroskahjálpar

Margréti Steinarsdóttur, framkvæmdastjóra Mannréttindaskrifstofu Íslands

Bein útsending frá fundinum hér

Fundurinn verður á Hilton Reykjavík Nordica, A salur, miðvikudaginn 20. febrúar 2013 kl. 14.00-16.00

Boðið verður upp á veitingar í upphafi fundar og táknmáls- og rittúlkun verður í boði.