CCU - Crohn’s og Colitis Ulcerosa samtökin
 • Sáraristilbólga - Colitis Ulcerosa

  • Langvinnur bólgusjúkdómur í þörmum
  • Kemur fram í ristli og / eða endaþarmi
  • Einkenni eru m.a. blóðugur niðurgangur og verkir
  • Orsakir eru óþekktar og oftast er meðhöndlað með lyfjum
 • Svæðisgarnabólga - Crohn's sjúkdómur

  • Langvinnur bólgusjúkdómur í þörmum
  • Algengastur í neðsta hluta smáþarma
  • Greinist yfirleitt í ungum einstaklingum
  • Orsakir eru óþekktar og oftast er meðhöndlað með lyfjum
 • Helstu markmið CCU samtakanna

  • Stuðningur við nýgreinda einstaklinga
  • Stuðla að aukinni almennri þekkingu um sjúkdómana
  • Stuðla að útgáfu og þýðingu á fræðsluefni
  • Að starf samtakanna nái um land allt
 • CCU samtökin voru stofnuð í október árið 1995

  Samtökin eru hagsmunasamtök fólks með Svæðisgarnabólgu - Crohn's
  sjúkdóm og Sáraristilbólgu - Colitis Ulcerosa

Næsti fræðslufundur CCU

11. apríl 2024

Nýjasta fréttabréfið

Líkaðu við okkur

Fyrir ári síðan var haldin ráðstefna í Barcelona á Spáni sem ber nafnið “Join The Fight” Þar var stefnt saman blaðamönnum og einstaklingum með IBD, hvaðanæfa að úr heiminum. Tilgangurinn með ráðstefnunni var að vekja almenna athygli og sameina raddir þeirra fjöldamörgu einstaklinga í heiminum sem eru með bólgusjúkdóma í meltingarvegi. Talið er að í Evrópu einni séu meir en 2,2 milljónir manna með IBD. Efcca sá um skipulagningu á þeirri ráðstefnu og tókst hún alveg frábærlega vel að mati þeirra sem tóku þátt. CCU var þar á meðal og við vorum mjög ánægð með þau viðbrögð sem við fengum við grein sem birtist á MBL.is þann 26.febrúar 2012.
Þann 13. til 14.febrúar næstkomandi á að endurtaka ráðstefnuna. Að þessu sinni verður hún haldin samhliða 8. þingi meltingarlækna í Evrópu (Ecco) í Vínarborg í Austurríki sem sjá einnig um skipulagninguna og greiða kostnað þátttakenda. Megin áhersla ráðstefnunnar í ár er á ungt fólk með IBD og hvaða áhrif það hefur á daglegt líf ungs fólks að vera með langvarandi meltingarsjúkdóm. Talsmenn Efcca verða tveir; Marco Grecco formaður og Daniel Sundstein sem er leiðtogi ungliðahreyfingar Efcca og mun hann flytja erindi sem ber heitið: “Ungur, veikur en tilbúinn að berjast”