CCU - Crohn’s og Colitis Ulcerosa samtökin
  • Sáraristilbólga - Colitis Ulcerosa

    • Langvinnur bólgusjúkdómur í þörmum
    • Kemur fram í ristli og / eða endaþarmi
    • Einkenni eru m.a. blóðugur niðurgangur og verkir
    • Orsakir eru óþekktar og oftast er meðhöndlað með lyfjum
  • Svæðisgarnabólga - Crohn's sjúkdómur

    • Langvinnur bólgusjúkdómur í þörmum
    • Algengastur í neðsta hluta smáþarma
    • Greinist yfirleitt í ungum einstaklingum
    • Orsakir eru óþekktar og oftast er meðhöndlað með lyfjum
  • Helstu markmið CCU samtakanna

    • Stuðningur við nýgreinda einstaklinga
    • Stuðla að aukinni almennri þekkingu um sjúkdómana
    • Stuðla að útgáfu og þýðingu á fræðsluefni
    • Að starf samtakanna nái um land allt
  • CCU samtökin voru stofnuð í október árið 1995

    Samtökin eru hagsmunasamtök fólks með Svæðisgarnabólgu - Crohn's
    sjúkdóm og Sáraristilbólgu - Colitis Ulcerosa

Næsti fræðslufundur CCU

14. nóvember 2024

Nýjasta fréttabréfið

Líkaðu við okkur

Þann 2.mai næstkomandi ætlar Guðrún Bergmann að vera fyrirlesari á fræðslufundihjá okkur. Hún mun meðal annars fjalla um hvaða ástæður geta verið á bak við bólgur
í líkamanum og til hvaða sjúkdóma viðvarandi bólgur og súrt ástand í líkamanum geta leitt. Jafnframt bendir hún á margar náttúrulegar leiðir sem má nota til að draga úr bólgum, ná bata og auknum krafti á ný, bæta meltinguna og brosa meira. Guðrúnu kannast flestir við og hún er einn af frumkvöðlum hvers kyns sjálfsræktarvinnu hér á landi, bæði með skrifum sínum, fyrirlestrum og námskeiðum.

Á undan er aðalfundur CCU og dagskráin er skv. 4. gr. laga félagsins:
1. Skýrsla stjórnar um starfsemi samtakanna á liðnu tímabili.
2. Endurskoðaðir reikningar lagðir fram til samþykktar.
3. Tillaga stjórnar um starfsemi næsta árs.
4. Kosning stjórnar.
5. Kosning varamanna.
6. Kosning skoðunarmanna reikninga.
7. Tillögur sem hafa borist.
8. Ákvörðun félagsgjalds.
9. Önnur mál.

Fundurinn verður í sal Vistor að Hörgatúni 2, Garðabæ og hefst kl. 19:30. Guðrún byrjar um 20:30.
Kaffi verður á könnunni ásamt léttu meðlæti og vonumst við til að sjá sem flesta.