Hafin er rannsókn á vegum Rannsóknarstofu í næringarfræði sem er styrkt af Vísindasjóði Landspítala. Markmið rannsóknarinnar er að kanna mataræði og næringarástand hjá sjúklingum með bólgusjúkdóma í meltingarvegi. Mjög lítið er vitað um hvaða hlutverki mataræði gegnir og því erfitt að ráðleggja sértækt mataræði. Niðurstöður gera vonandi mögulegt að fi nna út hvaða fæðuþættir valda versnun einkenna og hvaða mataræði minnkar einkenni sjúklinga með sáraristilsbólgu og Crohn´s sjúkdóm. Þessi rannsókn er hluti af námssverkefni Jónu Bjarkar Viðarsdóttur sem er í meistaranámi í næringarfræði við Matvæla- og næringarfræðideild Háskóla Íslands.
Athugið að þeir sem eru búnir að svara spurningalistanum á LSH (í remicade meðferð) þurfa ekki að mæta aftur.
Eirberg er staðsett uppvið Landspítala á Hringbraut. Ef keyrt er frá Eiríksgötu
inn á plan er Eirberg strax á vinstri hönd. Við verðum með afnot af
kennslustofu nr 103 C.Við biðlum til fólks með Crohn´s og sáraristilsbólgu að mæta á opið hús í Eirbergi Hringbraut stofu 103C milli kl 16-20 þriðjudaginn 24. september og svara spurningalista um mataræði.
Léttar veitingar í boði