Fræðslufundur 6. apríl

Næsti fræðslufundur verður fimmtudagskvöldið 6. apríl og er sameiginlegur með Stómasamtökunum. Birna Ásbjörnsdóttir sem er með meistaragráðu í næringarlæknisfræði frá University of Surrey í Bretlandi, kemur til okkar og mun fjalla um örveruflóru þamanna í tengslum við bólgusjúkdóma. Rannsóknir hafa leitt í ljós að ákveðnir genaþættir, umhverfisþættir og röskun á örveruflóru þarmanna hafa áhrif á ónæmiskerfið og þar með þróun sjálfsónæmissjúkdóma og langvinnar bólgu í þörmum. Birna mun fara yfir hvað getur raskað þarmaflórunni og hvað er hægt að gera til að stykja og efla hana og þar með ónæmiskerfið.

Fundurinn hefst kl. 20.00 og verður í húsi Krabbameinsfélagsins í Skógarhlíð, 1. hæð til hægri. Kaffi verður á könnunni og allir eru velkomnir.