Aðalfundur 9.febrúar

Aðalfundur CCU verður fimmtudagskvöldið 9. febrúar næstkomandi. Eftir hefðbundin aðalfundarstörf kemur Una Emilsdóttir læknir til okkar. Hún hefur verið að halda fyrirlestra um ónæmiskerfið og mikilvægi þess í sambandi við króníska sjúkdóma. Una mun m.a. fjalla um efni í nærumhverfi okkar sem geta bælt ónæmiskerfið, mataræði sem hefur mikil áhrif á meltingarveginn og getur haft sitt að segja varðandi bólgusjúkdóma.

Þarmaflóran gegnir stóru hlutverki í líkamanum og mikilvægt er að halda henni í góðu ásigkomulagi.

Fundurinn fer fram í sal Vistor, Hörgatúni 2 Garðabæ og hefst kl. 20.00. kaffi verður á könnunni og ljúfar veitingar með í tilefni aðalfunds. Sjáumst hress :)