CCU - Crohn’s og Colitis Ulcerosa samtökin
  • Sáraristilbólga - Colitis Ulcerosa

    • Langvinnur bólgusjúkdómur í þörmum
    • Kemur fram í ristli og / eða endaþarmi
    • Einkenni eru m.a. blóðugur niðurgangur og verkir
    • Orsakir eru óþekktar og oftast er meðhöndlað með lyfjum
  • Svæðisgarnabólga - Crohn's sjúkdómur

    • Langvinnur bólgusjúkdómur í þörmum
    • Algengastur í neðsta hluta smáþarma
    • Greinist yfirleitt í ungum einstaklingum
    • Orsakir eru óþekktar og oftast er meðhöndlað með lyfjum
  • Helstu markmið CCU samtakanna

    • Stuðningur við nýgreinda einstaklinga
    • Stuðla að aukinni almennri þekkingu um sjúkdómana
    • Stuðla að útgáfu og þýðingu á fræðsluefni
    • Að starf samtakanna nái um land allt
  • CCU samtökin voru stofnuð í október árið 1995

    Samtökin eru hagsmunasamtök fólks með Svæðisgarnabólgu - Crohn's
    sjúkdóm og Sáraristilbólgu - Colitis Ulcerosa

Næsti fræðslufundur CCU

3. október 2024

Nýjasta fréttabréfið

Líkaðu við okkur

Aðalfundur CCU verður fimmtudagskvöldið 9. febrúar næstkomandi. Eftir hefðbundin aðalfundarstörf kemur Una Emilsdóttir læknir til okkar. Hún hefur verið að halda fyrirlestra um ónæmiskerfið og mikilvægi þess í sambandi við króníska sjúkdóma. Una mun m.a. fjalla um efni í nærumhverfi okkar sem geta bælt ónæmiskerfið, mataræði sem hefur mikil áhrif á meltingarveginn og getur haft sitt að segja varðandi bólgusjúkdóma.

Þarmaflóran gegnir stóru hlutverki í líkamanum og mikilvægt er að halda henni í góðu ásigkomulagi.

Fundurinn fer fram í sal Vistor, Hörgatúni 2 Garðabæ og hefst kl. 20.00. kaffi verður á könnunni og ljúfar veitingar með í tilefni aðalfunds. Sjáumst hress :)